Heimilisfriður

Heimilisfriður ÁSAR gistiheimili
Heimilisfriður er fínasta kaffimeðlæti, fullt af súkkulaði og döðlum

Heimilisfriður. Á Ásum, rétt fyrir innan Akureyri, reka Hrefna Laufey og Árni gistiheimili. Við heimsóttum þau heiðurshjón, meðal góðra kaffiveitinga þar á bæ var heimilisfriður. Á Ásum er ALLT UPP Á TÍU.

KAFFIMEÐLÆTIÁSAR — FERÐAST UM ÍSLANDAKUREYRIÁSAR GISTIHEIMILI

Heimilisfriður

2 bollar sykur
2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
2 egg
2 tsk lyftiduft
400 g brætt smjörlíki
2 bollar saxaðar döðlur
200 g súkkulaði

Allt hrært saman, nema súkkulaðið og sett í ofnskúffu. Bakað við 180°C í ca 25 mínútur. Tvö hundruð gr. súkkulaði sett í bitum ofan á kökuna og breitt út þegar það bráðnar. Kælt og skorið í litla bita. Gott að eiga í frysti.

Árni og Hrefna Laufey og Albert

.

— HEIMILISFRIÐUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.