Auglýsing
Heimilisfriður ÁSAR gistiheimili
Heimilisfriður er fínasta kaffimeðlæti, fullt af súkkulaði og döðlum

Heimilisfriður. Á Ásum, rétt fyrir innan Akureyri, reka Hrefna Laufey og Árni gistiheimili. Við heimsóttum þau heiðurshjón, meðal góðra kaffiveitinga þar á bæ var heimilisfriður. Á Ásum er ALLT UPP Á TÍU.

KAFFIMEÐLÆTIÁSAR — FERÐAST UM ÍSLANDAKUREYRIÁSAR GISTIHEIMILI

Auglýsing

Heimilisfriður

2 bollar sykur
2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
2 egg
2 tsk lyftiduft
400 g brætt smjörlíki
2 bollar saxaðar döðlur
200 g súkkulaði

Allt hrært saman, nema súkkulaðið og sett í ofnskúffu. Bakað við 180°C í ca 25 mínútur. Tvö hundruð gr. súkkulaði sett í bitum ofan á kökuna og breitt út þegar það bráðnar. Kælt og skorið í litla bita. Gott að eiga í frysti.

Árni og Hrefna Laufey og Albert

.

— HEIMILISFRIÐUR —

.