Vatnsskortur – drekkum vatn

Vatnsskortur - drekkum vatn
Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR – drekkum vatn

Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.

 MATUR LÆKNAR VATN

.

Vatn - Vatnsskortur - drekkum vatn

Hér eru nefnd 13 einkenni sem líkaminn getur sýnt þegar um langvarandi vatnsskort er að ræða:

Þreyta og almennt orkuleysi: Ofþornun verður í vefjum líkamans, oft kallað vessaþurrð, það veldur því að á virkni ensíma og niðurbroti hægist og líkaminn missir orku.

Hægðatregða: Þegar vel tuggður matur fer niður í ristilinn, þá inniheldur hann of mikinn vökva til að formaðar hægðir myndist. Þarmaveggurinn dregur síðan til sín umframvökva úr fæðunni þegar hún ferðast neðar í ristilinn. Ef langvarandi þurrkur er til staðar í ristlinum, sýgur þarmaveggurinn of mikið vatn til sín, til að veita til annarra hluta líkamans og hægðir safnast upp vegna þurrks.

Meltingartruflanir: Ef líkaminn verður fyrir langvarandi þurrki, minnkar seyting meltingarsafa, sem getur leitt til meltingartruflana.

Blóðþrýstingur: Blóðmagn líkamans verður ekki nægjanlegt til að fylla allar slagæðar, bláæðar, ásamt háræðum.

Magabólgur, magasár: Maginn framleiðir slímlag til að vernda slímhúðina í meltingarveginum fyrir súrum meltingarvökvanum. Slímlagsframleiðsla minnkar við mikinn þurrk og súr meltingarvökvinn gerir usla í maganum.

Öndunarfæravandamál: Slímhúðin í öndunarveginum er rök, það verndar öndunarfærin frá óæskilegum efnaeindum sem gætu verið til staðar í loftinu. Ef þurrkur verður í slímhúðinni tapast sú verndun.

Ójafnvægi á sýrustigi líkamans: Vessaþurrð hægir á framleiðslu ensíma og sýrustig hækkar í líkamanum.

Þyngdaraukning og offita: Þorsta er oft ruglað við svengd og er algengt að þá sé meira borðað en líkaminn brennir og því hlaðast aukakílóin á líkamann.

Exem: Líkaminn þarfnast raka til að geta svitnað. Svitinn er nauðsynlegur og losar líkamann við óæskileg eiturefni úr húðinni, sem annars gætu valdið húðvandamálum.

Kólesteról: Vessaþurrð veldur því að vökvi tapast úr frumunum, líkaminn reynir að halda í frumuvökvann með því að framleiða meira kólesteról.

Blöðrubólga, þvagfærasýkingar: Vessaþurrð veldur því að eiturefni safnast í þvagblöðru, þar sem hún tæmir sig sjaldnar. Það getur valdið ertingu og sýkingum í slímhúð þvagfæranna.

Gigt: Vessaþurrð eykur magn og styrk eiturefna í blóði og frumuvökva, sem getur safnast saman og valdið auknum verkjum í liðum líkamans.

Ótímabær öldrun: Vökvamagn í líkama nýfædds barns er um 80%, með aldrinum lækkar þessi prósenta mikið og því er svo mikilvægt að drekka meira vatn eftir því sem við eldumst.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

💧💧

— VATNSSKORTUR – DREKKUM VATN —

💧💧💧

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænmetissúpa Magneu Tómasdóttur

 

Grænmetissúpa Magneu. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.

 

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.