Auglýsing
Dönsk konfektrúlla konfekt danmörk auður leifsdóttir súkkulaði Danskt jólakonfekt (eða danskir jóladrjólar)
Dönsk konfektrúlla

Danskt jólakonfekt (eða danskir jóladrjólar)

„Alveg frá því að ég hóf búskap hér á Íslandi, eftir að námsárum í Danmörku lauk, hef ég búið til þetta jólakonfekt. Þeir sem til þekkja á Norðurlöndum, vita að þar leikur marsipan lykilhlutverk í allri konfektgerð, sérstaklega fyrir jólin. Sjálf bý ég til stóra uppskrift því mér finnst svo gaman að gefa vinum svona glaðning á aðventu.” segir Auður Leifsdóttir sem útbjó jólakonfektið ásamt Evu Dögg dóttur sinni.

JÓLINKONFEKTAUÐUR LEIFSDANMÖRK

.

Mæðgurnar Auður Leifsdóttir og Eva Dögg Guðmundsdóttir gæða sér á jólakonfektinu.

Danskt jólakonfekt (eða danskir jóladrjólar)

750 g marsipan
150 g suðusúkkulaði + 2 msk palmín eða smjör
50 g heslihnetur
50 g möndlur
100 g döðlur
100 g rúsínur
100 g fíkjur

Allir ávextirnir eru hakkaður ásamt súkkulaðinu. Síðan er það sett í hrærivél með marsípaninu og til að mýkja massann og gefa bragð þá set ég gjarnan púrtvín eða það áfengi sem er til ásamt smá appelsínusafa.
Massinn er mótaður í lengjur sem svo eru þaktar bræddu súkkulaði. Ég set súkkulaðið yfirleitt í örbylgjuofninn og set ýmist smjör eða Palmin saman við heitt súkkulaðið svo það storkni betur. Síðan skreytir hver og einn að eigin smekk.
Njótið vel og gleðileg jól

Auður og Eva Dögg buðu upp á portvín með konfektrúllunni
Danskt jólakonfekt eða jóladrjólar

JÓLINKONFEKTAUÐUR LEIFSDANMÖRK

.

Auglýsing