Limalangur og toginleitur

Toginleitur Limalangur og toginleitur
Limalangur og toginleitur

Í grönnum manngerðum er beinakerfið allt léttbyggt. Annað hvort er maðurinn allur lítill og fíngerður, eða hár og grannur. Venjulega er hann limalangur og toginleitur. Hann er sjaldan feitur. Venjulega er húðin mjúk og þunn. Höfuðhár er venjulega mikið; það endist vel, oft alla ævi.

-Læknisdómar alþýðunnar. Höf. D.C. Jarvis 1958

.

— LIMALANGUR OG TOGINLEITUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.