Chiabrauð – eggjalaust og vegan

Chiabrauð - eggjalaust og vegan brauð með hörfræjum hörfræ CHIA brauð án eggja eggjaofnæmi
Chiabrauð – eggjalaust og vegan

Chiabrauð

Nafnið á brauðinu hljómar kannski smá framandi í fyrstu. Chiafræ og hörfræ koma hér í stað eggja. Mjög bragðgott og mjúkt brauð sem bragðast enn betur með hollu viðbiti. Njótið vel

BRAUÐUPPSKRIFTIR — CHIA

Chiabrauð

2 msk chiafræ

1 msk hörfræ

tæplega bolli af vatni

3 þroskaðir bananar

2 b hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 b púðursykur

2 msk sítrónusafi

3 msk olía

1 tsk vanilla

1/2 b saxðar valhnetur

Blandið saman chiafræjum, hörfræjum og vatni, hrærið í og látið standa í um 10 mín. Merjið banana og setjið í skál ásamt hveiti, lyftiduft, salti, púðursykri, sítrónusafa, olíu, vanillu og valhnetum. Setjið að síðustu fræblönduna saman við og blandið val saman. Bakið í ílöngu formi í um 50 mín við 170°C

.

BRAUÐUPPSKRIFTIR — CHIA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.

Marineraður fiskur Diddúar

Marineradur fiskur

Marineraður fiskur Diddúar. Vó hvað þessi réttur er spennandi og passar vel á hlaðborð eða sem forréttur. Hentar þeim sem eru í tímahraki, fínt að útbúa réttinn daginn áður. Hér er uppskriftin eins og söngdrottningin sendi hana :)

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.