Saltfiskbollur frá Portúgal

Djúpsteiktar portúgalskar saltfiskbollur bollur Saltfiskbollur frá Portúgal portúgalskur matur saltfiskur ektafiskur hauganes
Djúpsteiktar portúgalskar saltfiskbollur

Saltfiskbollur frá Portúgal

Miðjarðarhafsveislan okkar með Ektafiski heldur áfram, í raun tilheyrir Portúgal ekki Miðjarðarhafinu en látum það fylgja með. Á ferðum okkar til Portúgal höfum við fengið einhverja þá bestu saltfiskrétti sem við höfum bragðað á. Fátt er betra en gæðasaltfiskur.

3/7 Miðjarðarhafið – Portúgal

🇵🇹

EKTAFISKURSALTFISKURPORTÚGAL — HAUGANESMIÐJARÐARHAFIÐ

🇵🇹

Saltfiskbollur frá Portúgal

Við fengum okkur stundum saltfiskbollur, „bolinho de bacalhau“, í Lissabon, sem voru seldar á götunni. Mjög freistandi.

Þegar heim var komið, prófaði ég ýmsar uppskriftir af netinu og þetta þróaðist svona, eiginlega mjög líkt íslenskum fiskbollum, nema djúpsteikt.

Portúgalskar saltfiskbollur

750 g saltfiskur
500 g kartöflur
2-3 hráir laukar
4 hvítlauksrif
5 msk steinselja
2 eggjarauður
salt, pipar
smá hveiti

Sjóðið saltfisk í 10-15 mín. Takið upp úr, takið roðið af og setjið fiskinn í skál. Sjóðið afhýddar kartöflur í bitum í vatninu.

Setjið kartöflurnar í skálina og stappið með kartöflustöppu.

Saxið laukana og bætið út í með steinselju, eggjarauðum og hveiti. Kryddið eftir smekk, ótrúlegt en satt, getur þurft meira salt þegar kartöflurnar eru komnar í, pipar, hvítlaukssalt eða annað.

Setjið olíu á hendur og búið til fremur feita fingur. Djúpsteikið í palmíni. Ég prófaði líka að velta upp úr raspi og bera fram með súrri gúrku og sósu. Bollurnar á myndinni hér að neðan eru penslaðar með olíu og bakaðar í ofni á 220°C í um 12 mín. Svo er líka hægt að hafa bollurnar sem aðalrétt með t.d. hrísgrjónum og salati.

Portúgalskar saltfiskbollur. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk

🇵🇹

EKTAFISKURSALTFISKURPORTÚGAL — HAUGANESMIÐJARÐARHAFIÐ

SALTFISKBOLLUR FRÁ PORTÚGAL

— VEFVERSLUN EKTAFISKS —

🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts. Um daginn fór ég á fund Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings og vildi athuga hvort ekki væri hægt að rýna í mataræðið. Ekki þannig að neitt sérstakt væri að hrjá mig, síður en svo, ég vildi frekar kortleggja stöðuna og sjá hvað Elísabet læsi út úr henni með það fyrir augum að gera betur og lifa betur og líða enn betur. Á fasbókinni koma við og við myndbönd fyrir og eftir heimsóknir til Betu. Fyrsta skrefið eftir okkar fyrsta hitting var að halda matardagbók. Eftir síðasta fund okkar þá hvatti Elísabet mig til að birta matardagbókina

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave