Saltfiskbollur frá Portúgal

Djúpsteiktar portúgalskar saltfiskbollur bollur Saltfiskbollur frá Portúgal portúgalskur matur saltfiskur ektafiskur hauganes
Djúpsteiktar portúgalskar saltfiskbollur

Saltfiskbollur frá Portúgal

Miðjarðarhafsveislan okkar með Ektafiski heldur áfram, í raun tilheyrir Portúgal ekki Miðjarðarhafinu en látum það fylgja með. Á ferðum okkar til Portúgal höfum við fengið einhverja þá bestu saltfiskrétti sem við höfum bragðað á. Fátt er betra en gæðasaltfiskur.

3/7 Miðjarðarhafið – Portúgal

🇵🇹

EKTAFISKURSALTFISKURPORTÚGAL — HAUGANESMIÐJARÐARHAFIÐ

🇵🇹

Saltfiskbollur frá Portúgal

Við fengum okkur stundum saltfiskbollur, „bolinho de bacalhau“, í Lissabon, sem voru seldar á götunni. Mjög freistandi.

Þegar heim var komið, prófaði ég ýmsar uppskriftir af netinu og þetta þróaðist svona, eiginlega mjög líkt íslenskum fiskbollum, nema djúpsteikt.

Portúgalskar saltfiskbollur

750 g saltfiskur
500 g kartöflur
2-3 hráir laukar
4 hvítlauksrif
5 msk steinselja
2 eggjarauður
salt, pipar
smá hveiti

Sjóðið saltfisk í 10-15 mín. Takið upp úr, takið roðið af og setjið fiskinn í skál. Sjóðið afhýddar kartöflur í bitum í vatninu.

Setjið kartöflurnar í skálina og stappið með kartöflustöppu.

Saxið laukana og bætið út í með steinselju, eggjarauðum og hveiti. Kryddið eftir smekk, ótrúlegt en satt, getur þurft meira salt þegar kartöflurnar eru komnar í, pipar, hvítlaukssalt eða annað.

Setjið olíu á hendur og búið til fremur feita fingur. Djúpsteikið í palmíni. Ég prófaði líka að velta upp úr raspi og bera fram með súrri gúrku og sósu. Bollurnar á myndinni hér að neðan eru penslaðar með olíu og bakaðar í ofni á 220°C í um 12 mín. Svo er líka hægt að hafa bollurnar sem aðalrétt með t.d. hrísgrjónum og salati.

Portúgalskar saltfiskbollur. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk

🇵🇹

EKTAFISKURSALTFISKURPORTÚGAL — HAUGANESMIÐJARÐARHAFIÐ

SALTFISKBOLLUR FRÁ PORTÚGAL

— VEFVERSLUN EKTAFISKS —

🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Mjólkuróþol eða ADHD ?

MJÓLKURÓÞOL EÐA ADHD? Áhugaverð saga móður um breytingarnar sem urðu á dóttur hennar þegar hún hætti að fá mjólk og mjólkurvörur. Matur er undirstaða alls, hollur góður matur sem hentar hverjum og einum. Gleymum því ekki að við erum ólík.

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins. Þegar líður að lokum sumars er gaman að horfa um öxl og skoða hvaða uppskriftir hafa verið vinsælastar í sumar. Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að fólk er duglegt að baka samkvæmt samantektinni. Ég er bæði alsæll og þakklátur, á hverjum degi eru nokkur þúsund heimsóknir á bloggið*  Svona er topp tíu listi sumarsins:

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

Fimmtiukronur

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar.