Saltfiskbollur frá Portúgal

Djúpsteiktar portúgalskar saltfiskbollur bollur Saltfiskbollur frá Portúgal portúgalskur matur saltfiskur ektafiskur hauganes
Djúpsteiktar portúgalskar saltfiskbollur

Saltfiskbollur frá Portúgal

Miðjarðarhafsveislan okkar með Ektafiski heldur áfram, í raun tilheyrir Portúgal ekki Miðjarðarhafinu en látum það fylgja með. Á ferðum okkar til Portúgal höfum við fengið einhverja þá bestu saltfiskrétti sem við höfum bragðað á. Fátt er betra en gæðasaltfiskur.

3/7 Miðjarðarhafið – Portúgal

🇵🇹

EKTAFISKURSALTFISKURPORTÚGAL — HAUGANESMIÐJARÐARHAFIÐ

🇵🇹

Saltfiskbollur frá Portúgal

Við fengum okkur stundum saltfiskbollur, „bolinho de bacalhau“, í Lissabon, sem voru seldar á götunni. Mjög freistandi.

Þegar heim var komið, prófaði ég ýmsar uppskriftir af netinu og þetta þróaðist svona, eiginlega mjög líkt íslenskum fiskbollum, nema djúpsteikt.

Portúgalskar saltfiskbollur

750 g saltfiskur
500 g kartöflur
2-3 hráir laukar
4 hvítlauksrif
5 msk steinselja
2 eggjarauður
salt, pipar
smá hveiti

Sjóðið saltfisk í 10-15 mín. Takið upp úr, takið roðið af og setjið fiskinn í skál. Sjóðið afhýddar kartöflur í bitum í vatninu.

Setjið kartöflurnar í skálina og stappið með kartöflustöppu.

Saxið laukana og bætið út í með steinselju, eggjarauðum og hveiti. Kryddið eftir smekk, ótrúlegt en satt, getur þurft meira salt þegar kartöflurnar eru komnar í, pipar, hvítlaukssalt eða annað.

Setjið olíu á hendur og búið til fremur feita fingur. Djúpsteikið í palmíni. Ég prófaði líka að velta upp úr raspi og bera fram með súrri gúrku og sósu. Bollurnar á myndinni hér að neðan eru penslaðar með olíu og bakaðar í ofni á 220°C í um 12 mín. Svo er líka hægt að hafa bollurnar sem aðalrétt með t.d. hrísgrjónum og salati.

Saltfiskbollur frá Portúgal portúgalskur matur saltfiskur ektafiskur hauganes
Portúgalskar saltfiskbollur. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk

🇵🇹

EKTAFISKURSALTFISKURPORTÚGAL — HAUGANESMIÐJARÐARHAFIÐ

SALTFISKBOLLUR FRÁ PORTÚGAL

— VEFVERSLUN EKTAFISKS —

🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.