Fiskbollur – hin klassíska góða uppskrift

Fiskibollur, fiskbollur - hin klassíska góða uppskift við matreiðum anna gísladóttir bryndís steinþórsdóttir
Fiskibollur, fiskbollur – hin klassíska góða uppskift úr bókinni Við matreiðum

Fiskbollur – hin klassíska góða uppskift

Sú bók sem hefur fylgt mér hvað lengst er Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur. Hér er fiskibolluuppskriftin úr þeirri bók, aðeins umorðuð. Algjörlega skotheld uppskrift sem klikkar bara ekki. Fiskbollur eða fiskibollur 🙂

🐟

FISKURFISKBOLLUR  — FISKUR Í OFNIVIÐ MATREIÐUMFASBÓKBOLLUR

🐟

Fiskhakkinu skipt upp í fjóra hluta og hveiti og kartöflumjöli bætt við – ath að fjórði parturinn sem er tekinn frá er síðan notaður þegar ölu er hrært saman.

Fiskibollur

5-600  hakkaður fiskur
1 – 1 1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 1/2 laukur, saxaður smátt (eða hakkaður með fiskinum)
1/2 tsk múskat
1/2 tsk hvítlaukssalt
4 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
2 egg
2 -3 dl mjólk

Hrærið fiskhakkið í hrærivél með lauk og kryddi.
Sléttið yfir deigið í skálinni og skiptið í fjóra jafna hluta. Takið einn hlutann upp og látið hveiti og kartöflumjöl í staðinn eða mælið mjöltegundirnar eins og sagt er í uppskriftinni.
Hrærið áfram og bætið eggi og mjólk smátt og smátt saman við.
ATH. að mjólkurhlutfallið fer eftir því í hvað á að nota deigið, þ.e. þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar bollur og þynnst í fiskbúðing. Látið deigið bíða nokkra stund eftir að það hefur verið hrært og bætið vökva í ef þarf.

🐟

FISKBOLLUR – FISKIBOLLUR

🐟

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.