Fiskbollur – hin klassíska góða uppskrift

Fiskibollur, fiskbollur - hin klassíska góða uppskift við matreiðum anna gísladóttir bryndís steinþórsdóttir
Fiskibollur, fiskbollur – hin klassíska góða uppskift úr bókinni Við matreiðum

Fiskbollur – hin klassíska góða uppskift

Sú bók sem hefur fylgt mér hvað lengst er Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur. Hér er fiskibolluuppskriftin úr þeirri bók, aðeins umorðuð. Algjörlega skotheld uppskrift sem klikkar bara ekki. Fiskbollur eða fiskibollur 🙂

🐟

FISKURFISKBOLLUR  — FISKUR Í OFNIVIÐ MATREIÐUMFASBÓKBOLLUR

🐟

Fiskhakkinu skipt upp í fjóra hluta og hveiti og kartöflumjöli bætt við – ath að fjórði parturinn sem er tekinn frá er síðan notaður þegar ölu er hrært saman.

Fiskibollur

5-600  hakkaður fiskur
1 – 1 1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 1/2 laukur, saxaður smátt (eða hakkaður með fiskinum)
1/2 tsk múskat
1/2 tsk hvítlaukssalt
4 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
2 egg
2 -3 dl mjólk

Hrærið fiskhakkið í hrærivél með lauk og kryddi.
Sléttið yfir deigið í skálinni og skiptið í fjóra jafna hluta. Takið einn hlutann upp og látið hveiti og kartöflumjöl í staðinn eða mælið mjöltegundirnar eins og sagt er í uppskriftinni.
Hrærið áfram og bætið eggi og mjólk smátt og smátt saman við.
ATH. að mjólkurhlutfallið fer eftir því í hvað á að nota deigið, þ.e. þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar bollur og þynnst í fiskbúðing. Látið deigið bíða nokkra stund eftir að það hefur verið hrært og bætið vökva í ef þarf.

🐟

FISKBOLLUR – FISKIBOLLUR

🐟

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.