Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

 

Leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916 ísafjörður ísafirði húsmæðraskólinn ósk húsmæðraskólar kvennaskóli
Leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns forstöðukona Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði.

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir? 

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar. Allar húsmæður ættu að vita nákvæmlega hve miklu þær mega eyða til heimilisins í fæði og klæði, t.d. mánaðarlega, og helzt að fá þá peninga fyrirfram og hafa þá sjálfar undir höndum. Er þá sjálfsagt að gera greinileg reikningsskil fyrir þeim.

Að fá peninga af náðarbrunni húsbóndans, við og við, hlýtur að fafa illar afleiðingar í för með sér með tímanum, fyrir báða aðilja.
Matreiðslubók
-leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916

.

FJÓLA STEFÁNS GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSI — ÍSAFJÖRÐUR -— BORÐSIÐIR/KURTEISI — HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK —

— BRUÐLUNARSÖM HÚSMÓÐIR? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Hnetu- og vaxta-köku-brauð IMG_5401

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð. Þeir sem ekki vilja egg eða þola illa egg geta notað (og flest brauð og kökur) chiafræ eða mulin hörfræ í staðinn, eða blandað saman. Þá þarf eina msk af fræjum og þrjár af vatni sem gott er að blanda saman og láta standa í um tíu mín.

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.