Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

 

Leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916 ísafjörður ísafirði húsmæðraskólinn ósk húsmæðraskólar kvennaskóli
Leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns forstöðukona Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði.

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir? 

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar. Allar húsmæður ættu að vita nákvæmlega hve miklu þær mega eyða til heimilisins í fæði og klæði, t.d. mánaðarlega, og helzt að fá þá peninga fyrirfram og hafa þá sjálfar undir höndum. Er þá sjálfsagt að gera greinileg reikningsskil fyrir þeim.

Að fá peninga af náðarbrunni húsbóndans, við og við, hlýtur að fafa illar afleiðingar í för með sér með tímanum, fyrir báða aðilja.
Matreiðslubók
-leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916

.

FJÓLA STEFÁNS GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSI — ÍSAFJÖRÐUR -— BORÐSIÐIR/KURTEISI — HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK —

— BRUÐLUNARSÖM HÚSMÓÐIR? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?