Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Frönsk möndlukaka möndluterta terta með möndlum Heba Eir Frakkland möndlur Frönsk möndlukaka – french almond cake ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk
Klassísk frönsk ömmu möndlukaka

Frönsk möndlukaka

Heba Eir kom færandi hendi með þrusu góða tertu sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar – franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka – mjög klassísk “gateau de mamie” eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Þessi möndlukaka er oft borðuð á jólum en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska 🙂

— FRAKKLANDMÖNDLUKÖKURÖMMURKAFFIMEÐLÆTIEFTIRRÉTTIR

.

Heba Eir
Heba Eir með frönsku möndlukökuna

Frönsk möndlukaka

1 og 3/4 dl. Grískt jógúrt
200 g sykur
4 stór egg
3 & 3/4 dl hveiti
2 dl möndlumjöl
3 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
1 tsk möndludropar
2 tsk vanilludropar
1 & 3/4 dl olía (sólblómaolía, isio 4 olía / lyktarlaus matarolía)

Glaze eða Sýróp 

1 tsk (fínt) rifinn appelsínubörkur
3 msk ferskur appelsínusafi
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk möndludropar
1 & 1/2 dl flórsykur (plús meira til að setja ofan á, ef vill)
1 & 1/4 dl sneiddar möndlur / möndluflögur

Stillið ofninn á 175°. Takið bökunarform (23cm hentar vel) og nuddið með ósöltuðu smjöri eða olíu. Leggið til hliðar.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið úr möndluflögunum, þetta fer inn í ofn í 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar / ljósbrúnar. Hristið aðeins upp í möndlunum á 5 mínútna fresti. Leggið svo til hliðar og leyfið möndlunum að kólna.

Blandið saman appelsínusafa, appelsínuberki, flórsykri, vanillu- og möndludropum í litla skál fyrir sýrópið. Hrærir saman þar til áferðin verður silkimjúk og leggið til hliðar.

Í stóra skál, blandið saman jógúrti, sykri og eggjum. Hrærið þar til vel blandað.

Bætið við hveiti, möndlumjöli, lyftidufti, salti, vanillu- og möndludropum, hrærið lauslega og “rétt” leyfið því að blandast.

Bætið olíu við og hrærið vel. Ekki hafa áhyggjur ef þetta virðist skilja sig í fyrstu, haldið áfram að hræra þar til mjúkt. Tekur um 2-3 mínútur.

Hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 35-45 mínútur eða þar til kakan verður stinn, gangið úr skugga um að hún sé bökuð í gegn og stingið í miðjuna. Ef kakan er orðin of brún á endunum en ekki tilbúin í miðjunni, leggið þá álpappír lauslega yfir og bakið seinustu mínúturnar. Passið vel að ofbaka ekki kökuna. Látið kólna í um 10 mínútur.

Á meðan kakan er ennþá heit, takið matreiðslupensil, teskeið eða þægilegan hníf og dreifið úr öllu sýrópinu yfir kökuna. Takið möndluflögurnar og stráið yfir alla kökuna á meðan sýrópið er ennþá blautt, ýtið mjúklega á möndlurnar svo þær límist við. Leyfið kökunni að kólna alveg, sáldrið flórsykri yfir ef vill og bjóðið upp á.

.

— FRAKKLANDMÖNDLUKÖKURÖMMURKAFFIMEÐLÆTIEFTIRRÉTTIR

— FRÖNSK MÖNDLUKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.