Kaffi Vöðlakot í Flóa

Vöðlakot, Eyjólfur Eyjólfsson Kaffi Vöðlakot í FlóaVöðlakot Eyjólfur

Kaffi Vöðlakot. Í Flóanum, rétt fyrir sunnan Selfoss, rekur Eyjólfur Eyjólfsson sumarkaffihúsið Vöðlakot við hliðina á Íslenska bænum. Þarna er afar notaleg heimilisleg stemning í gömlu upperðu húsi. Eftir að hafa gert kaffimeðlætinu góð skil, sagði Eyjólfur okkur sögu staðarins og spilaði fyrir okkur á langspil. Þjóðlegra verður það nú varla. Endileg komið við í Vöðlakoti og njótið, aðeins fimm mínútna akstur frá Selfossi.

Texti: Albert Eiríksson (albert.eiriksson (hjá) gmail.com)

Kaffi Vöðlakot í Flóa Eyjólfur Eyjólfsson Kaffi Vöðlakot í Flóa

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.

Fyrri færsla
Næsta færsla