Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál, Carola, Gúddý, Guðrún Hulda, Marengs, jarðarber, ávextir
Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál með karamellusósu

Þegar Guðrún Hulda býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út… Karamellusósan er alveg himnesk og passar með ýmsum tertum og eftirréttum. Þó þessi marengsskál Gúddýar fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er…. ja… gaman að vera til 🙂

GUÐRÚN HULDA —  MARENGSKARAMELLADUMLE

.

Albert, Gúddý og Carola
Albert og Guðrún Hulda (og Carola í speglinum)

Marengsskál með karamellusósu

Púðursykurmarengs

vel af ferskum ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn) – skorin í bita

Snickers, skorið í litla bita

Þristur, skorinn í litla bita

rjómi – þeyttur

Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja (bláber, brómber, hindber, súkkulaðirúsínur, Mars súkkulaði og fl.)

Dumle-karmellusósa.

15 Dumle karamellur

1 dl rjómi

Hitið rjóma og karamellur í potti og hrærið í svo ekki brenni við. Berið fram með marengsskálinni.

SJÁ EINNIG: MARENGS — KARAMELLA

Marengsskál Gúddýar
Marengsskál með karamellusósu

.

— MARENGSSKÁL MEÐ KARAMELLUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Punjabi kjúklingur

Indverskur Punjabi kjúklingur. Áhugavert að prófa rétti frá fjarlægum löndum, þeir sem vilja sterkan mat mega gjarnan bæta við kryddi. Kjúklingarétturinn er ægigóður og alls ekki sterkur...

Harry prins og Meghan – konunglegt giftingarboð

Harry prins og Meghan - konunglegt giftingarboð. Með ánægju tilkynnist það hér og nú að ég hef ákveðið að koma út úr Royalistaskápnum. Það einstaklega gaman að fylgjast með giftingu þeirra Harrýs og Meghan með góðu fólki sem allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á konungsfjölskyldum. Hópurinn fylgdist af mjög miklum áhuga með giftingunni í Englandi í dag.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.