Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál, Carola, Gúddý, Guðrún Hulda, Marengs, jarðarber, ávextir
Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál með karamellusósu

Þegar Guðrún Hulda býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út… Karamellusósan er alveg himnesk og passar með ýmsum tertum og eftirréttum. Þó þessi marengsskál Gúddýar fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er…. ja… gaman að vera til 🙂

GUÐRÚN HULDA —  MARENGSKARAMELLADUMLE

.

Albert, Gúddý og Carola
Albert og Guðrún Hulda (og Carola í speglinum)

Marengsskál með karamellusósu

Púðursykurmarengs

vel af ferskum ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn) – skorin í bita

Snickers, skorið í litla bita

Þristur, skorinn í litla bita

rjómi – þeyttur

Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja (bláber, brómber, hindber, súkkulaðirúsínur, Mars súkkulaði og fl.)

Dumle-karmellusósa.

15 Dumle karamellur

1 dl rjómi

Hitið rjóma og karamellur í potti og hrærið í svo ekki brenni við. Berið fram með marengsskálinni.

SJÁ EINNIG: MARENGS — KARAMELLA

Marengsskál Gúddýar
Marengsskál með karamellusósu

.

— MARENGSSKÁL MEÐ KARAMELLUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar „Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil."

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri. Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla.