Afgangamatur er einstaklega góður

Steikt afgangs saltkjöt með lauk og kartöflum afgangur kjöt brimnes hulda steinsdóttir
Steikt afgangs saltkjöt með lauk og kartöflum

Afgangamatur er einstaklega góður

Það er ástæðulaust að henda matarafgöngum, þá má nýta á ýmsa vegu. Ætli einn þekktasti afgangamaturinn hérlendis sé ekki bixímatur. Svo þekkja flestir grautarlummur, þegar afgangur af hrísgrjónagraut er hrært saman við lummudeigið. Þá er kjörið að geyma rúgbrauðsafganga og nota í rúgbrauðssúpu. Hér á bæ er ostaafgöngum skutlað í frystinn og þeir notaðir á pitsur eða í pastarétti. Margir muna eftir þegar það sem eftir varð af sunnudagslærinu var skorið niður og hitað í sósunni ásamt kartöflum og grænum baunum.

Einn af mörgum uppáhaldsréttum úr minni barnæsku er afgangamatur: Niðurskorið soðið saltkjöt steikt á pönnu með lauk og kartöflum. Hlutföllin eru mjög frjálsleg. Fyrst er laukurinn steiktur dágóða stund (vel af lauk), síðan er bætt við soðnum kartöflum í bitum og loks saltkjötinu. Yfir þetta er stráð svolitlu af sykri.

LUMMURPITSURPASTASALTKJÖTÍSLENSKT

.

Steikt afgangs saltkjöt með lauk og kartöflum

.

LUMMURPITSURPASTASALTKJÖTÍSLENSKT

— STEIKT AFGANGSSALTKJÖT MEÐ LAUK OG KARTÖFLUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.