Auglýsing
Steikt afgangs saltkjöt með lauk og kartöflum afgangur kjöt brimnes hulda steinsdóttir
Steikt afgangs saltkjöt með lauk og kartöflum

Afgangamatur er einstaklega góður

Það er ástæðulaust að henda matarafgöngum, þá má nýta á ýmsa vegu. Ætli einn þekktasti afgangamaturinn hérlendis sé ekki bixímatur. Svo þekkja flestir grautarlummur, þegar afgangur af hrísgrjónagraut er hrært saman við lummudeigið. Þá er kjörið að geyma rúgbrauðsafganga og nota í rúgbrauðssúpu. Hér á bæ er ostaafgöngum skutlað í frystinn og þeir notaðir á pitsur eða í pastarétti. Margir muna eftir þegar það sem eftir varð af sunnudagslærinu var skorið niður og hitað í sósunni ásamt kartöflum og grænum baunum.

Einn af mörgum uppáhaldsréttum úr minni barnæsku er afgangamatur: Niðurskorið soðið saltkjöt steikt á pönnu með lauk og kartöflum. Hlutföllin eru mjög frjálsleg. Fyrst er laukurinn steiktur dágóða stund (vel af lauk), síðan er bætt við soðnum kartöflum í bitum og loks saltkjötinu. Yfir þetta er stráð svolitlu af sykri.

LUMMURPITSURPASTASALTKJÖTÍSLENSKT

.

Steikt afgangs saltkjöt með lauk og kartöflum

.

LUMMURPITSURPASTASALTKJÖTÍSLENSKT

— STEIKT AFGANGSSALTKJÖT MEÐ LAUK OG KARTÖFLUM —

.

Auglýsing