Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

 Epli með heslihnetu-loki

Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat” hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki

5 epli tekin í tvennt skræluð og kjarnhreinsuð

1 b vatn

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillusykur

Flysjið eplin, skerið í tvennt og kjarnhreinsið. Sjóðið þau á pönnu í vanilluvatninu í nokkrar mín. Hellið vatninu af og raðið eplunum í pæmót og látið rjúka.

100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og salti

4 eggjahvítur

1/2 dl sykur

250 g malaðar heslihnetur

Saxið súkkulaðið og setjið yfir eplin. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið út í heslihnetum og setjið yfir eplin og súkkulaðið.  Bakið við 170 °C í ca. 20 mín.

Epli með heslihnetu-loki   Epli með heslihnetu-loki  HalldoraEiriksdottir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

D-vítamín

D-vitamin

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.