Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

 Epli með heslihnetu-loki

Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat” hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki

5 epli tekin í tvennt skræluð og kjarnhreinsuð

1 b vatn

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillusykur

Flysjið eplin, skerið í tvennt og kjarnhreinsið. Sjóðið þau á pönnu í vanilluvatninu í nokkrar mín. Hellið vatninu af og raðið eplunum í pæmót og látið rjúka.

100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og salti

4 eggjahvítur

1/2 dl sykur

250 g malaðar heslihnetur

Saxið súkkulaðið og setjið yfir eplin. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið út í heslihnetum og setjið yfir eplin og súkkulaðið.  Bakið við 170 °C í ca. 20 mín.

Epli með heslihnetu-loki   Epli með heslihnetu-loki  HalldoraEiriksdottir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.