Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður, kjúlli, kjúklingur, einfaldur, fljótlegur
Hunangssinnepkjúklingur er sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur

Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni. Svo er þessi réttur kjörinn á útigrillið.

KJÚKLINGUR

.

Hunangssinnepkjúklingur

5 kjúklingalæri
1/4 b Dijon sinnep
1/4 b hunang (eða minna)
olía til steikingar
salt og pipar
2 msk rósmarín

Úrbeinið kjúklingalærin og skerið í tvennt. Blandið saman sinnepi, hunangi og kryddi. Veltið kjúklingnum uppúr og steikið í olíunni á pönnu.  Setjið í eldfast form með loki eða setjið álpappír yfir og eldið í ofnið við 175° í um 25 mín. Berið fram með hrísgrjónum og eða góðu salati. Salatið á myndinni samanstendur af tómötum, feta, gulri papriku, rauðlauk, sítrónu og fersku basil.

.

— HUNANGSSINNEPSKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

kaja

Matarbúr Kaju Óðinsgötu - lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Einnig eru nýbökuð brauð já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi