Auglýsing
Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður, kjúlli, kjúklingur, einfaldur, fljótlegur
Hunangssinnepkjúklingur er sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur

Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni. Svo er þessi réttur kjörinn á útigrillið.

KJÚKLINGUR

Auglýsing

.

Hunangssinnepkjúklingur

5 kjúklingalæri
1/4 b Dijon sinnep
1/4 b hunang (eða minna)
olía til steikingar
salt og pipar
2 msk rósmarín

Úrbeinið kjúklingalærin og skerið í tvennt. Blandið saman sinnepi, hunangi og kryddi. Veltið kjúklingnum uppúr og steikið í olíunni á pönnu.  Setjið í eldfast form með loki eða setjið álpappír yfir og eldið í ofnið við 175° í um 25 mín. Berið fram með hrísgrjónum og eða góðu salati. Salatið á myndinni samanstendur af tómötum, feta, gulri papriku, rauðlauk, sítrónu og fersku basil.

.

— HUNANGSSINNEPSKJÚKLINGUR —

.