Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

 Epli með heslihnetu-loki

Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat” hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki

5 epli tekin í tvennt skræluð og kjarnhreinsuð

1 b vatn

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillusykur

Flysjið eplin, skerið í tvennt og kjarnhreinsið. Sjóðið þau á pönnu í vanilluvatninu í nokkrar mín. Hellið vatninu af og raðið eplunum í pæmót og látið rjúka.

100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og salti

4 eggjahvítur

1/2 dl sykur

250 g malaðar heslihnetur

Saxið súkkulaðið og setjið yfir eplin. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið út í heslihnetum og setjið yfir eplin og súkkulaðið.  Bakið við 170 °C í ca. 20 mín.

Epli með heslihnetu-loki   Epli með heslihnetu-loki  HalldoraEiriksdottir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portvínssoðin fíkjusulta

Portvínssoðin fíkjusulta. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að útbúa fíkjusultu eins og þessa. Hún hentar afar vel með ostum og eflaust líka með (grill)steikum þó ég hafi ekki prófað það

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."