Auglýsing
Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

 Epli með heslihnetu-loki

Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat” hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Epli með heslihnetu-loki
Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki

5 epli tekin í tvennt skræluð og kjarnhreinsuð

1 b vatn

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillusykur

Flysjið eplin, skerið í tvennt og kjarnhreinsið. Sjóðið þau á pönnu í vanilluvatninu í nokkrar mín. Hellið vatninu af og raðið eplunum í pæmót og látið rjúka.

100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og salti

4 eggjahvítur

1/2 dl sykur

250 g malaðar heslihnetur

Saxið súkkulaðið og setjið yfir eplin. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið út í heslihnetum og setjið yfir eplin og súkkulaðið.  Bakið við 170 °C í ca. 20 mín.

Epli með heslihnetu-loki   Epli með heslihnetu-loki  HalldoraEiriksdottir

Auglýsing