Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður, kjúlli, kjúklingur, einfaldur, fljótlegur
Hunangssinnepkjúklingur er sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur

Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni. Svo er þessi réttur kjörinn á útigrillið.

KJÚKLINGUR

.

Hunangssinnepkjúklingur

5 kjúklingalæri
1/4 b Dijon sinnep
1/4 b hunang (eða minna)
olía til steikingar
salt og pipar
2 msk rósmarín

Úrbeinið kjúklingalærin og skerið í tvennt. Blandið saman sinnepi, hunangi og kryddi. Veltið kjúklingnum uppúr og steikið í olíunni á pönnu.  Setjið í eldfast form með loki eða setjið álpappír yfir og eldið í ofnið við 175° í um 25 mín. Berið fram með hrísgrjónum og eða góðu salati. Salatið á myndinni samanstendur af tómötum, feta, gulri papriku, rauðlauk, sítrónu og fersku basil.

.

— HUNANGSSINNEPSKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín. Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu.