Daginn eftir vel heppnað (matar)boð

Daginn eftir vel heppnað (matar)boð blóm sms skilaboð þakkarkort símtal borðsiðir etiquette
Blóm á matarborði er fínasta hugmynd

Daginn eftir vel heppnað (matar)boð

Það er auðvitað engin skylda að hafa samband við gestgjafana daginn eftir vel heppnað matarboð en það er ljúft og þakklátt fyrir gestgjafann að heyra frá ánægðum gestum sínum. Þetta getur verið í formi símtals, sms eða einkaskilaboða á netinu. Það er frekar ópersónulegt að setja inn opna færslu á Fasbókinni og tilkynna þar þakklæti sitt. Ef við erum ánægð þá látum við það í ljós.

Það þekkist meðal heldra fólks í Evrópu að senda handskrifað kort og þakka fyrir sig, jafnvel með litlum blómvendi eða konfektkassa.

MATARBOÐBORÐSIÐIRFASBÓK

.

.

MATARBOÐBORÐSIÐIRFASBÓK

— DAGINN EFTIR MATARBOÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.