Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein sjöunda dags aðventistar matur mataræði krabbamein áhrif matar
Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Hvatinn.is birti eftirfarandi grein: Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.

Rannsóknin var unnin á 77.659 manns sem öll tilheyra samfélagi Sjöunda dags aðventista í Bandaríkjunum. Upplýsingum um fólkið var safnað á 5 ára tímabili, þar sem 380 tilfelli ristilkrabbameins og 110 tilfelli krabbameins í endaþarmi voru skráð.

Í heildina voru þeir sem skilgreindu sig grænmetisætur í 22% minni hættu á að fá krabbameina í ristil eða endaþarm, samanborið við þá sem neyttu kjöts. Best kom reyndar út að borða fisk en sleppa kjöti, en hjá þeim lækkuðu líkurnar á krabbameini um 43%. Þetta styrkir það sem áður var þekkt að neysla á rauðu kjöti virðist auka líkurnar á því að fá krabbamein í ristli.

Niðurstöður þessa faraldsfræðirannsókna gefa sterkar vísbendingar um að neysla á grænmeti geti aukið lífslíkur manna. Hins vegar er ekki hægt að fullyrða um að neysla á kjöti sér beinlínis óholl, þar sem þýðið er frekar smátt og afmarkað. Hvernig grænmetisfæða dregur úr líkunum á krabbameinum er ekki skilgreint í þessari rannsókn, en vitað er að neysla á trefjaríku fæði er fyrirbyggjandi hvað varðar ristilkrabbamein auk þess að auðvelda meltingu. Þar að auki er líklegt að grænmetið innihaldi nauðsynleg næringarefni sem hjálpa líkamanum að berjast við stökkbreytingar og afleiðingar þeirra.

Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknina sem unnin var af Michael J. Orlich og birtist í JAMA Internal Medicine nú á dögunum.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur. Það er gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, ég sá á netinu hafrasmákökur með fíflablómum í. Já! hljómar framandi í fyrstu en hver segir að smákökur tengist bara jólunum. Nýtum okkur túnfíflana á meðan þeir eru.

Gulrótaterta – raw

Gultótaterta. Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna....

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.

Sumarauki – Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar

Sumarauki

Sumarauki - raw. Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar. Í vinkvenakaffiboðið kom Íris með þessa dásemdar tertu sem rann ljúflega niður eins og aðrar hrátertur. Tertan er sannkallaður sumarauki.