Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein sjöunda dags aðventistar matur mataræði krabbamein áhrif matar
Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Hvatinn.is birti eftirfarandi grein: Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.

Rannsóknin var unnin á 77.659 manns sem öll tilheyra samfélagi Sjöunda dags aðventista í Bandaríkjunum. Upplýsingum um fólkið var safnað á 5 ára tímabili, þar sem 380 tilfelli ristilkrabbameins og 110 tilfelli krabbameins í endaþarmi voru skráð.

Í heildina voru þeir sem skilgreindu sig grænmetisætur í 22% minni hættu á að fá krabbameina í ristil eða endaþarm, samanborið við þá sem neyttu kjöts. Best kom reyndar út að borða fisk en sleppa kjöti, en hjá þeim lækkuðu líkurnar á krabbameini um 43%. Þetta styrkir það sem áður var þekkt að neysla á rauðu kjöti virðist auka líkurnar á því að fá krabbamein í ristli.

Niðurstöður þessa faraldsfræðirannsókna gefa sterkar vísbendingar um að neysla á grænmeti geti aukið lífslíkur manna. Hins vegar er ekki hægt að fullyrða um að neysla á kjöti sér beinlínis óholl, þar sem þýðið er frekar smátt og afmarkað. Hvernig grænmetisfæða dregur úr líkunum á krabbameinum er ekki skilgreint í þessari rannsókn, en vitað er að neysla á trefjaríku fæði er fyrirbyggjandi hvað varðar ristilkrabbamein auk þess að auðvelda meltingu. Þar að auki er líklegt að grænmetið innihaldi nauðsynleg næringarefni sem hjálpa líkamanum að berjast við stökkbreytingar og afleiðingar þeirra.

Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknina sem unnin var af Michael J. Orlich og birtist í JAMA Internal Medicine nú á dögunum.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.