Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein sjöunda dags aðventistar matur mataræði krabbamein áhrif matar
Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Hvatinn.is birti eftirfarandi grein: Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.

Rannsóknin var unnin á 77.659 manns sem öll tilheyra samfélagi Sjöunda dags aðventista í Bandaríkjunum. Upplýsingum um fólkið var safnað á 5 ára tímabili, þar sem 380 tilfelli ristilkrabbameins og 110 tilfelli krabbameins í endaþarmi voru skráð.

Í heildina voru þeir sem skilgreindu sig grænmetisætur í 22% minni hættu á að fá krabbameina í ristil eða endaþarm, samanborið við þá sem neyttu kjöts. Best kom reyndar út að borða fisk en sleppa kjöti, en hjá þeim lækkuðu líkurnar á krabbameini um 43%. Þetta styrkir það sem áður var þekkt að neysla á rauðu kjöti virðist auka líkurnar á því að fá krabbamein í ristli.

Niðurstöður þessa faraldsfræðirannsókna gefa sterkar vísbendingar um að neysla á grænmeti geti aukið lífslíkur manna. Hins vegar er ekki hægt að fullyrða um að neysla á kjöti sér beinlínis óholl, þar sem þýðið er frekar smátt og afmarkað. Hvernig grænmetisfæða dregur úr líkunum á krabbameinum er ekki skilgreint í þessari rannsókn, en vitað er að neysla á trefjaríku fæði er fyrirbyggjandi hvað varðar ristilkrabbamein auk þess að auðvelda meltingu. Þar að auki er líklegt að grænmetið innihaldi nauðsynleg næringarefni sem hjálpa líkamanum að berjast við stökkbreytingar og afleiðingar þeirra.

Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknina sem unnin var af Michael J. Orlich og birtist í JAMA Internal Medicine nú á dögunum.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Döðluterta. Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni ...

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.