
Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani
Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.
—CAROLA — RABARBARAUPPSKRIFTIR — BLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR —
.
Rabarbarapæið með berjum og marsipani
Rabarbari ca 4-5 leggir
100 g dökkt súkkulaði
100 – 150 g marsípan, skorið í bita
1 1/2 b bláber
200 g smjör
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
2 egg
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Stráið berjum, súkkulaði og marsípani yfir.
Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.
—CAROLA — RABARBARAUPPSKRIFTIR — BLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR —
.
Can this be translated from Icelandic to English using American measurements??
Já þarna kemur ein útfærsla enn….ég nota stundum epli í stað rabbabara og hræri gjarnan súkkulaði dropum út í deigið um leið og ég tek pottinn af .Súkkulaðið bráðnar gjarnan svolítið og litar kökuna um leið…einnig gott að skipta kókosmjöli út fyrir hluta af hveitinu…..alltaf hægt að fabulera með þessa uppskrift og hún bregst manni aldrei…og sjaldan afgangur á fatinu…..get seint hætt að dásama þessa snilld…..
Comments are closed.