Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani
Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.
—CAROLA — RABARBARAUPPSKRIFTIR — BLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR —
.
Rabarbarapæið með berjum og marsipani
Rabarbari ca 4-5 leggir
100 g dökkt súkkulaði
100 – 150 g marsípan, skorið í bita
1 1/2 b bláber
200 g smjör
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
2 egg
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Stráið berjum, súkkulaði og marsípani yfir.
Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.
—CAROLA — RABARBARAUPPSKRIFTIR — BLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR —
.