Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði fljótlegt gott kaffimeðlæti og marsipani Rabarbarapæið bláber, súkkulaði og marsipan carola
Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

CAROLARABARBARAUPPSKRIFTIRBLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTUR

.

Rabarbarapæið með berjum og marsipani

Rabarbari ca 4-5 leggir

100 g dökkt súkkulaði

100 – 150 g marsípan, skorið í bita

1 1/2 b bláber

200 g smjör

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Stráið berjum, súkkulaði og marsípani yfir.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman.  Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

CAROLARABARBARAUPPSKRIFTIRBLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTUR

.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi. Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

Terturánið mikla 17. júní 1994

Terturánið mikla 17. júní 1994. Þann 17. júní 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Það er víst óhætt að segja að fólk eigi misgóðar minningar frá deginum. Stærsta og frægasta umferðarteppa Íslandssögunnar náði frá Reykjavík til Þingvalla. Á þessum degi var ég heima á Brimnesi og fór með nokkra barnunga vinnumenn í fjallgöngu.

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Raspterta, já rasptertan góða

Raspterta

Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...