Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði fljótlegt gott kaffimeðlæti og marsipani Rabarbarapæið bláber, súkkulaði og marsipan carola
Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

CAROLARABARBARAUPPSKRIFTIRBLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTUR

.

Rabarbarapæið með berjum og marsipani

Rabarbari ca 4-5 leggir

100 g dökkt súkkulaði

100 – 150 g marsípan, skorið í bita

1 1/2 b bláber

200 g smjör

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Stráið berjum, súkkulaði og marsípani yfir.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman.  Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

CAROLARABARBARAUPPSKRIFTIRBLÁBER— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTUR

.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki