Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.
Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun.Við Ægisíðu í vesturbænum reka vinahjónin Rakel Eva og Friðrik, Martina og Jón Helgi, bjartan hverfisveitingastað og sælkeraverslun. Á virkum dögum er boðið upp á hádegis- og kvöldmat, en um helgar bröns og kvöldmat. Að auki er alltaf hægt að nálgast rjúkandi kaffibolla og nýbakað bakkelsi á Borðinu og brakandi súrdeigsbrauð. Borðið er skemmtileg blanda af veitingahúsi, kaffihúsi og sælkeraverslun.
Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.