Viltu sleppa við að strauja dúkana? Hér er svarið

blettur í dúk Viltu sleppa við að strauja dúkana? rauðvínsblettur rauðvín í dúk hvernig á að losna við bletti úr dúkum blettir dúkar Hér er svarið dúkar strauja straujárn
Dúkur strekktur

Viltu sleppa við að strauja dúkana?

Hér á bæ eru blautir dúkar hengdir á slár sem festar eru upp í loft bæði úti á svölum og fyrir ofan svefnherbergisgluggann. Ágætt er að nota sterkar gardínustangir.

DÚKARSERVÍETTURMATARBOÐ

.

Buxnaherðatré eru klemmd neðst á dúkana og lóð hengd þar á. Gott er að strekkja dúkinn vel þversum. Hann verður ótrúlega sléttur þegar hann þornar, en best er að vindan sé sem allra minnst.

Blettir. Stundum er búið til drullumall úr uppþvottaefni og sjóðandi  vatni á erfiðustu bletti, en ef smáblettur skyldi hafa sloppið undan meðferðinni, er sólin undraverður blettaeyðir.

Á alla venjulega bletti er yfirleitt notað Vanish duft sem hellt er á sjóðandi vatni svo að það leysist vel upp. Látið liggja í nokkrar mínútur áður en nuddað er og skolað.

.

— DÚKARNIR STREKKTIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Sætkartöflusúpa

Sætkartöflusúpa. Sætar kartöflur henta vel í súpu. Áður en ég fór á fund steikti ég grænmetið og lét suðuna koma upp, síðan slökkti ég undir og setti handklæði vandlega utan um pottinn. Þegar fundinum lauk var súpan tilbúin og ennþá heit. Hér má lesa um sætar kartöflur.

Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum. Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl