Viltu sleppa við að strauja dúkana? Hér er svarið

blettur í dúk Viltu sleppa við að strauja dúkana? rauðvínsblettur rauðvín í dúk hvernig á að losna við bletti úr dúkum blettir dúkar Hér er svarið dúkar strauja straujárn
Dúkur strekktur

Viltu sleppa við að strauja dúkana?

Hér á bæ eru blautir dúkar hengdir á slár sem festar eru upp í loft bæði úti á svölum og fyrir ofan svefnherbergisgluggann. Ágætt er að nota sterkar gardínustangir.

DÚKARSERVÍETTURMATARBOÐ

.

Buxnaherðatré eru klemmd neðst á dúkana og lóð hengd þar á. Gott er að strekkja dúkinn vel þversum. Hann verður ótrúlega sléttur þegar hann þornar, en best er að vindan sé sem allra minnst.

Blettir. Stundum er búið til drullumall úr uppþvottaefni og sjóðandi  vatni á erfiðustu bletti, en ef smáblettur skyldi hafa sloppið undan meðferðinni, er sólin undraverður blettaeyðir.

Á alla venjulega bletti er yfirleitt notað Vanish duft sem hellt er á sjóðandi vatni svo að það leysist vel upp. Látið liggja í nokkrar mínútur áður en nuddað er og skolað.

.

— DÚKARNIR STREKKTIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba

Milljónabomba. Ó þetta er svo góður réttur, einn af þeim sem erfitt er að hætta að borða - þið vitið þegar maður nartar smávegis og svo aðeins meira.... Botninn í þessum undurgóða eftirrétti, sem er alveg milljón, er sá sami og í tiramisu. Munið bara að hafa kaffið sterkt, já og svo er ágætt að hafa mascarpone við stofuhita. Þannig er auðveldara að þeyta hann. Hugsið ykkur ekki tvisvar um, byrjið núna.

Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Draumur forsetans

Draumur forsetans. Fljótlega upp úr aldamótum kom út í Noregi bókin Kjendisenes beste kaker eftir Guðrúnu Rúnarsdóttur.  Í bókinn má er m.a: Draumur forsetans, indæl kaka sem er borin fram volg með ís eða þeyttum rjóma. Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Bananalummur

Bananalummur

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa...