Flóran, café bistró

 

Flóran marentza paulsen café egilsstaðir
Marentza og Albert

Flóran, café bistró. Í Grasagarðinum í Reykjavík rekur Marentza Paulsen Café Flóru. Mannlíf í garðinum glæddist til muna eftir að Marentza opnaði kaffihúsið árið 1997. Þarna er einhvers konar „útlandastemning”, hvernig svo sem hún er útskýrð. Í gróðurhúsinu er hlýtt og notalegt, þar sem fiskar synda í tjörn og fjölbreyttur gróðurinn er umvefjandi. Á góðviðrisdögum er þéttsetið úti á skjólsælli veröndinni.

Margt hef ég lært af Marentzu í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun á Café Nielsen á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

MARENTZAKAFFIHÚS

 Við fórum í brunch í Flórunni á sunnudaginn og nutum þess í botn. Annar fékk spænska kartöflueggjaböku með beikoni og spæsý tómatsalsa (stóð svona á matseðlinum) og hinn reyktan lax á grilluðu brauði með soðnu eggi og hollandaise sósu. Hvort tveggja vel útilátið,  smekklega fram borið með fersku laufsalati, sultum, súrdeigsbrauði með osti og camembert og bragðaðist einstaklega vel.

Við fórum í brunch í Flórunni á sunnudaginn og nutum þess í botn. Annar fékk spænska kartöflueggjaböku með beikoni og spæsý tómatsalsa (stóð svona á matseðlinum) og hinn reyktan lax á grilluðu brauði með soðnu eggi og hollandaise sósu. Hvort tveggja vel útilátið,  smekklega fram borið með fersku laufsalati, sultum, súrdeigsbrauði með osti og camembert og bragðaðist einstaklega vel.

Eplaterta flóran grasagarðurinn

Ólafur (fjögurra ára) var með okkur og líkaði eplatertan vel. Þó fannst honum ekki til bóta að hafa hnetur ofan á henni, en það gæti nú breyst þegar hann stækkar, blessaður 🙂 Gengilbeinurnar stóðu sig með mikilli prýði og afgreiddu hvern gestinn á fætur öðrum með bros á vör.

Á aðventunni er ævintýralegt um að litast í Flórunni, allt skreytt hátt og lágt. Svei mér þá ef jólaréttirnir í fyrra voru ekki hátt í tuttugu, bornir fram hver á eftir öðrum á litlum plöttum og auðvitað fallega skreyttir eins og við var að búast úr eldhúsi Marentzu. Maður er strax farinn að hlakka til að líta inn í hlýjuna og notalega jólastemninguna.

Það er alltaf eftirminnilegt að koma í Flóruna, hvort sem er á björtum sumardegi eða á aðventunni. Stemningin töfrum líkust eins og fallegar myndir á heimasíðunni vitna um. Flóran.is 

 

— FLÓRAN, CAFÉ, BISTRO —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.