Fiskihnífur

Fiskihnífur Hvernig á að halda á fiskihníf hnífapör hnífur og gaffall borðbúnaður veisla fiskiveisla matur matarveisla borðsiðir kurteisi etiquette
Fiskihnífur

Fiskihnífur

Eini borðhnífurinn sem við höldum öðruvísi á er fiskihnífurinn, við höldum á honum eins og litlum málningarpensli. Skaftið á að liggja í greipinni milli þumals og vísifingurs.

Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna er sérstakur fiskihnífur og einnig hinu frábrugðna lagi á honum.  Lögun hnífsins er til þess fallin að bein- og roðhreinsa fiskinn á sem þægilegasta máta. Þeir eru alveg bitlausir, enda ekki notaðir til að skera heldur „fletta” fiskinum í sundur eða renna roðinu af. Að vísu hentar fiskihnífur ekkert sérstaklega vel í skötusel og steinbít.  

Það er ekki oft lagt er á borð með fiskihníf og e.t.v. fáir sem kunna með slíkt að fara. „Ég var mesti klaufi að borða og gerði hverja vitleysuna á fætur annarri, ég borðaði súpuna með desertskeiðinni og notaði fiskhnífinn í smjörið.” segir Jökull Jakobsson í Dyr standa opnar sem út kom árið 1960.

– BORÐSIÐIR — HNÍFAPÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.