Fiskihnífur
Eini borðhnífurinn sem við höldum öðruvísi á er fiskihnífurinn, við höldum á honum eins og litlum málningarpensli. Skaftið á að liggja í greipinni milli þumals og vísifingurs.
Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna er sérstakur fiskihnífur og einnig hinu frábrugðna lagi á honum. Lögun hnífsins er til þess fallin að bein- og roðhreinsa fiskinn á sem þægilegasta máta. Þeir eru alveg bitlausir, enda ekki notaðir til að skera heldur „fletta” fiskinum í sundur eða renna roðinu af. Að vísu hentar fiskihnífur ekkert sérstaklega vel í skötusel og steinbít.
Það er ekki oft lagt er á borð með fiskihníf og e.t.v. fáir sem kunna með slíkt að fara. „Ég var mesti klaufi að borða og gerði hverja vitleysuna á fætur annarri, ég borðaði súpuna með desertskeiðinni og notaði fiskhnífinn í smjörið.” segir Jökull Jakobsson í Dyr standa opnar sem út kom árið 1960.
.