Auglýsing

Grillað acorn grasker

Grillað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö. Skar annað graskerið niður í sneiðar, fræhreinsaði, penslaði með hvítlauksgrillolíu og stráði rósmarín yfir. Þannig lét ég þetta bíða í um tvær klst og síðan var tendrað upp í grillinu. Viti menn, þetta er stórfínt, mjúkt og bragðgott

Auglýsing

 

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Hitt graskerið skar ég í tvennt, fræhreinsaði og skar síðan það mesta utan af því (þess þarf ekki) og skar í bita. Síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur.

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat