Afmæliskringla

vínarbrauð súkkat Mamma bauð upp á kringluna í afmælinu sínu. Hér er hún með systkinum sínum, f.v. Friðrik steinsson, Sigríður steinsdóttir , Hulda steinsdóttir Aldamótaárið, Guðbjörg steinsdóttirAldamótaárið og Sigrún steinsdóttirAldamótaárið gaf samband austfirskra kvenna út uppskriftakver sem nefndist Gagn og gaman austfiskra kvenna. Þar kennir margra grasa og hver gæða uppskrifin rekur aðra.
Afmæliskringla

Afmæliskringla

Aldamótaárið gaf Samband austfirskra kvenna út uppskriftakver sem nefndist Gagn og gaman austfiskra kvenna. Þar kennir margra grasa og hver gæða uppskrifin rekur aðra.

AFMÆLIGERBAKSTURSAMBAND AUSTFIRSKRA KVENNAKRINGLASÚKKATAFMÆLIMÖMMUUPPSKRIFTIR

🎈

Afmæliskringla – vinsæl hjá öllum

Afmæliskringla

deig
400 g hveiti (3 1/2 b)
250 g smjörlíki
1 pk þurrger
1 dl mjólk
1/2 dl volgt vatn
1 egg
1 msk sykur
1 tsk salt
2 tsk kardimommuduft.

Blandið þurrefnunum saman ásamt smjölíkinu (myljið smjölíkið saman við með höndunum), bætið við eggi. Blandið saman vatni og mjólk og leysið gerið upp í mjólkurblandinu blandið öllu saman og látið lyfta sér í um klst. Hnoðið og mótið lengju sem er um 1 m á lengd og 15 cm á breidd.

fylling:
100 g lint smjölíki
50 g sykur (1/2 dl)
rúsínur
súkkat
1 grænt epli smátt brytjuð

Hrærið saman smjörlíki og sykri. Smyrjið því á deigið, stráið epli, rúsínum og súkkati yfir og lokið. Mótið kringlu og setjið á plötu.

ofan á:
egg
möndlukurl
grófur sykur

Penslið með eggi, stráið möndlukurli og sykri yfir og bakið 200°C í 20 mín.

Afmæliskringla verður til. Neðst er smjörlíki og sykur og ofan á epli, rúsínur og súkkat.
Mamma bauð upp á kringluna í afmælinu sínu. Hér er hún með systkinum sínum, f.v. Friðrik, Sigríður, Hulda(mamma), Guðbjörg og Sigrún.

.

AFMÆLIGERBAKSTURSAMBAND AUSTFIRSKRA KVENNAKRINGLASÚKKATAFMÆLIMÖMMUUPPSKRIFTIR

AFMÆLISKRINGLA

🎈

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.