Afmæliskringla
Aldamótaárið gaf Samband austfirskra kvenna út uppskriftakver sem nefndist Gagn og gaman austfiskra kvenna. Þar kennir margra grasa og hver gæða uppskrifin rekur aðra.
— AFMÆLI — GERBAKSTUR — SAMBAND AUSTFIRSKRA KVENNA — KRINGLA — SÚKKAT — AFMÆLI — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
🎈
Afmæliskringla
deig
400 g hveiti (3 1/2 b)
250 g smjörlíki
1 pk þurrger
1 dl mjólk
1/2 dl volgt vatn
1 egg
1 msk sykur
1 tsk salt
2 tsk kardimommuduft.
Blandið þurrefnunum saman ásamt smjölíkinu (myljið smjölíkið saman við með höndunum), bætið við eggi. Blandið saman vatni og mjólk og leysið gerið upp í mjólkurblandinu blandið öllu saman og látið lyfta sér í um klst. Hnoðið og mótið lengju sem er um 1 m á lengd og 15 cm á breidd.
fylling:
100 g lint smjölíki
50 g sykur (1/2 dl)
rúsínur
súkkat
1 grænt epli smátt brytjuð
Hrærið saman smjörlíki og sykri. Smyrjið því á deigið, stráið epli, rúsínum og súkkati yfir og lokið. Mótið kringlu og setjið á plötu.
ofan á:
egg
möndlukurl
grófur sykur
Penslið með eggi, stráið möndlukurli og sykri yfir og bakið 200°C í 20 mín.
.
— AFMÆLI — GERBAKSTUR — SAMBAND AUSTFIRSKRA KVENNA — KRINGLA — SÚKKAT — AFMÆLI — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
— AFMÆLISKRINGLA —
🎈