Pulled pork
Hugmyndin að slow food kemur frá Ítalíu og mun hafa byrjað árið 1986. Slow food stendur fyrir heilbrigða næringu og njóta matarins meðvitað. Slow food matreiðslan byrjar í undirbúningnum. Kosturinn er góð næring sem er góð fyrir sálina og hjálpar til við jákvæða hugsun og hefur góð áhrif á meltinguna.
— KJARTAN ÖRN — ÍTALÍA — GRILL — PULLED PORK —
.
Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af þessu pulled porki. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.
Low & slow þýðir að það er eldað við mjög lágan hita í langan hita. Kjötið verður mjög gott og mjúkt og losnar áreynslulaust í sundur. Það bókstaflega bráðnar í munni.
Annað hvort er hægt að nota svínahnakka eða svínabóg. Ef þið eigið þar til gerða sprautu má líka sprauta kryddleginum líka inn í kjötið.
Vegna langrar matreiðslu getur fitusprengt kjötið rýrnað um 30%.
Pulled pork f. 10 manns
2-3 kg svínahnakki, fitusprengt.
½ tsk chili
2 msk rósmarín
1 msk timían
1 tsk kanill
1 tsk paprikukrydd
2 msk Dijon sinnep
2 msk salvía
1 msk sinnepsfræ
1 msk kóriander
1 msk kúmmin
1 dl viskí
1 dl olía
Blandið öllum kryddum saman við viskí og olíu. Nuddið á kjötið. Vefjið inn í matarfilmu og geymið í ísskáp í 12 -24 tíma.
Grillið við lágan hita, ca 105 – 115 °C óbeinn hiti með grillbakka undir. Grillið í 10-12 tíma. Gott er að fá reykbragð með því að brenna viðarbút með. Hitamælir á að sýna 91° Takið af grillinu og vefjið inn í álpappír og látið bíða í um 30 mín.
Rífið kjötið niður tveimur göfflum.
Salat:
1/2 hvítkálshaus
10 meðalstórar gulrætur
1 stór laukur
2 sellerístangir
400 g majones
200 ml rjómi
4 msk hvítvínsedik
safi úr 1 sítrónu
1 msk hunang
salt og pipar
Rífið niður hvítkál, gulrætur, lauk og sellerý og bandið saman við það mæjónesi, rjóma, ediki, sítrónusafa, hunangi og kryddum. Geymið salatið í nokkrar klst .
Sett saman:
Brauð,
kjöt,
salat
brauð.
Gott er að setja bbq-sósu yfir kjötið á brauðinu.
— KJARTAN ÖRN — ÍTALÍA — GRILL — PULLED PORK —