Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi Við höldum um stilkinn á hvítvíns- og rauðvínsglösum Borðvín Jón og Ragga Ragnheiður Aradóttir Jón s þórðarson Hvernig á að halda á vínglasi rauðvínsglas hvítvínsglas skálað skál etiquette borðsiðir skálun
Við höldum um stilkinn á hvítvíns- og rauðvínsglösum

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Vín á að umgangast og njóta af virðingu. Þess vegna meðal annars drekkum við það við rétt hitastig og úr þar til hönnuðum/gerðum glösum. En stundum horfum við í gegnum fingur okkar t.d. í útilegum þá gerum við undantekningu.
Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.
Það er ágæt þumalputtaregla að klára aldrei alveg út glasinu, getur verið vandræðalegt ef einhver skálar að skála með tómt glas. Ef hins vegar við gleymum okkur og glasið er tómt, þá skálum við bara með tómt glas. Já og höfum í huga að vera ekki að skála í tíma og ótíma í matarboðum – tvisvar er fínt.

BORÐSIÐIRLÉTTVÍNSKÁLAÐMATARBOÐ

— HALDIÐ Á HVÍTVÍNS- OG RAUÐVÍNSGLASI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænkálssúpa

Grænkálssúpa. Það tók sléttar fimm mínútur að útbúa kvöldmatinn, alveg satt. Til fjölda ára starfaði ég sem blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni tók ég viðtal við konu....

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave