Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi Við höldum um stilkinn á hvítvíns- og rauðvínsglösum Borðvín Jón og Ragga Ragnheiður Aradóttir Jón s þórðarson Hvernig á að halda á vínglasi rauðvínsglas hvítvínsglas skálað skál etiquette borðsiðir skálun
Við höldum um stilkinn á hvítvíns- og rauðvínsglösum

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Vín á að umgangast og njóta af virðingu. Þess vegna meðal annars drekkum við það við rétt hitastig og úr þar til hönnuðum/gerðum glösum. En stundum horfum við í gegnum fingur okkar t.d. í útilegum þá gerum við undantekningu.
Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.
Það er ágæt þumalputtaregla að klára aldrei alveg út glasinu, getur verið vandræðalegt ef einhver skálar að skála með tómt glas. Ef hins vegar við gleymum okkur og glasið er tómt, þá skálum við bara með tómt glas. Já og höfum í huga að vera ekki að skála í tíma og ótíma í matarboðum – tvisvar er fínt.

BORÐSIÐIRLÉTTVÍNSKÁLAÐMATARBOÐ

— HALDIÐ Á HVÍTVÍNS- OG RAUÐVÍNSGLASI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.