Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa (og DV var einu sinni). Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Hér er lögð áhersla á virðingu við náttúruna. Ef maður velur að taka matinn með sér, brotna umbúðirnar niður í náttúrunni. En það sem einkennir matreiðsluna er ferskt hráefni, allt eldað frá grunni, fallegt útlit og gæti verið borið fram á mörgum sinnum dýrari veitingastöðum. Þegar maður kíkir inn í pappírsumbúðirnar leynist gimsteinn!

Campus - kanilsnúðar

Hér fást ljúffengir vegan, þéttir kanilsnúðar (franskur bakari á staðnum(í röndóttum bol))

Campus - samloka
Vegan samloka með pestó, grillaðri papriku og eggaldini, rauðlauk og salati á súrdeigsbrauði – mmm

Campus - besti hummús á Íslandi

Ferskur hummus, útbúinn eftir kúnstarinnar reglum, hreinlega besti hummus á Íslandi – to die for – , og svo mætti lengi telja, að ógleymdum réttum dagsins.

Campus - kjúklingur og kúskús

Þegar við komum voru réttir dagsins dýrlegur ekta marokkóskur mildur kjúklingur með steiktum ávöxtum og möndlum, kúskús og brakandi salati á boðstólum (1790), ótrúleg gæði fyrir þetta verð, smakkaðist alls ekki eins og neitt „take-away“, heldur vorum við komnir á góðan marokkóskan veitingastað

Campus - súpa

Silllllkimjúk súpan, bragðmikil úr hvítum rótarávöxtum (sellerírót, blómkál, steinseljurót o.s.frv. með hvítlaukskeim) (1150), ….

Campus - samloka

Einnig fengum við túnfisksamloku, mjög bragðmikla, án þess að vera sterk með léttum chili keim, kartöflum, eggjum, ólívum og klettasalati á súrdeigsbrauði. Hægt er að fá hálfa samloku og hálfa súpu á verði samlokunnar. Fullkominn hádegisverður.

Campus - súrsaðar sítrónur campus

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Óvenju íhaldssamir eiginmenn

Þvottur og ræsting

Óvenju íhaldssamir eiginmenn. Húsmæður hafa fyrir löngu skilið, að vélar geta létt störf þeirra, alveg eins og vélarnar hafa fyrir löngu létt jarðyrkju og iðnað, en eiginmennirnir eru oft óvenjulega íhaldssamir, þegar um er að ræða hjálpartæki við innistörf.

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.

Kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði

Pallett - Albert og Pálmar Pallett

Það er reglulega heimilislegt að fara á Pallett, til þeirra Davids og Pálmars. David kemur með sín ensku áhrif (bestu Scones á Íslandi) og er Pálmar margfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Hér er allt heimalagð frá grunni, eins og í öllum góðum eldhúsum.