Auglýsing

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa (og DV var einu sinni). Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Hér er lögð áhersla á virðingu við náttúruna. Ef maður velur að taka matinn með sér, brotna umbúðirnar niður í náttúrunni. En það sem einkennir matreiðsluna er ferskt hráefni, allt eldað frá grunni, fallegt útlit og gæti verið borið fram á mörgum sinnum dýrari veitingastöðum. Þegar maður kíkir inn í pappírsumbúðirnar leynist gimsteinn!

Campus - kanilsnúðar

Hér fást ljúffengir vegan, þéttir kanilsnúðar (franskur bakari á staðnum(í röndóttum bol))

Campus - samloka
Vegan samloka með pestó, grillaðri papriku og eggaldini, rauðlauk og salati á súrdeigsbrauði – mmm

Campus - besti hummús á Íslandi

Ferskur hummus, útbúinn eftir kúnstarinnar reglum, hreinlega besti hummus á Íslandi – to die for – , og svo mætti lengi telja, að ógleymdum réttum dagsins.

Campus - kjúklingur og kúskús

Þegar við komum voru réttir dagsins dýrlegur ekta marokkóskur mildur kjúklingur með steiktum ávöxtum og möndlum, kúskús og brakandi salati á boðstólum (1790), ótrúleg gæði fyrir þetta verð, smakkaðist alls ekki eins og neitt „take-away“, heldur vorum við komnir á góðan marokkóskan veitingastað

Campus - súpa

Silllllkimjúk súpan, bragðmikil úr hvítum rótarávöxtum (sellerírót, blómkál, steinseljurót o.s.frv. með hvítlaukskeim) (1150), ….

Campus - samloka

Einnig fengum við túnfisksamloku, mjög bragðmikla, án þess að vera sterk með léttum chili keim, kartöflum, eggjum, ólívum og klettasalati á súrdeigsbrauði. Hægt er að fá hálfa samloku og hálfa súpu á verði samlokunnar. Fullkominn hádegisverður.

Campus - súrsaðar sítrónur campus

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.