Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food Tímaritið FÆÐA/FOOD

Tímaritið FÆÐA/FOOD. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með hinu stórfína tímariti Í boði náttúrunnnar. Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í ævintýralegri matarmenningunni okkar og virðingarvert framtak að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik” segir á heimasíðunni.  Næsta skref er að bretta hressilega upp ermar og selja Ísland enn frekar sem matarland.

Lengi vel vorum við feimin við að bjóða upp á fjölbreyttan mat og í vegasjoppum landsins var aðallega boðið upp á samlokur og hamborgara. Nú er tíðin sem betur fer önnur.

Á forsíðunni er mynd af broddi með þara og laxahrognum ofan á

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar" eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga

Fyrri færsla
Næsta færsla