Tímaritið FÆÐA/FOOD. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með hinu stórfína tímariti Í boði náttúrunnnar. Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í ævintýralegri matarmenningunni okkar og virðingarvert framtak að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik” segir á heimasíðunni. Næsta skref er að bretta hressilega upp ermar og selja Ísland enn frekar sem matarland.
Lengi vel vorum við feimin við að bjóða upp á fjölbreyttan mat og í vegasjoppum landsins var aðallega boðið upp á samlokur og hamborgara. Nú er tíðin sem betur fer önnur.
Á forsíðunni er mynd af broddi með þara og laxahrognum ofan á