Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food Tímaritið FÆÐA/FOOD

Tímaritið FÆÐA/FOOD. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með hinu stórfína tímariti Í boði náttúrunnnar. Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í ævintýralegri matarmenningunni okkar og virðingarvert framtak að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik” segir á heimasíðunni.  Næsta skref er að bretta hressilega upp ermar og selja Ísland enn frekar sem matarland.

Lengi vel vorum við feimin við að bjóða upp á fjölbreyttan mat og í vegasjoppum landsins var aðallega boðið upp á samlokur og hamborgara. Nú er tíðin sem betur fer önnur.

Á forsíðunni er mynd af broddi með þara og laxahrognum ofan á

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sumarauki – Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar

Sumarauki

Sumarauki - raw. Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar. Í vinkvenakaffiboðið kom Íris með þessa dásemdar tertu sem rann ljúflega niður eins og aðrar hrátertur. Tertan er sannkallaður sumarauki.

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Fyrri færsla
Næsta færsla