Auglýsing
Súpa og súpudiskur brauðdiskur hvorn brauðdiskinn á ég vinstra megin blása á matinn súpuskeið borðsiðir kurteisi mannasiðir veisla út að borða etiquette
Súpudiskur

Súpa og súpudiskur

Bitar í súpum, hvaða nafni sem þeir nefnast eiga að vera það litlir að þeir fari vel í skeiðinni, með öðrum orðum; ekki of stórir. Samt eru til undantekningar.

BORÐSIÐIRSÚPURBRAUÐDISKUR

.

Ef súpan er of heit þá er betra að bíða smá stund, frekar en blása á diskinn.

Ef brauð er borið fram með súpunni (þið munið: brauðdiskurinn vinstra megin) þá höldum við ekki á brauðinu í vinstri hendi og súpuskeiðinni í hægri og stingum upp í okkur til skiptis. Svo þykir sumum alls ekki smart að þurrka innan úr súpudiski með brauðinu.

Svo þarf nú varla að taka fram að við drekkum ekki af súpudiskinum. Við lyftum súpuskeiðinni að munni og drekkum pent frá brún skeiðarinnar eða „hellum” úr henni upp í munninn. 

Svo eru til boillion súpuskeiðar, þær eru minni en hinar hefðbundnu súpuskeiðar.

Síðan vita allir að það má auðvitað ekki sötra.

Það er ekki viðeigandi að lyfta súpudisknum frá borðinu nema þá til að halla honum. Í allra fínustu veislunum þykir æskilegt að halla disknum frá sér og setja súpuna á skeiðina með því að færa hana frá sér. Satt best að segja hef ég engan séð sem hallar disknum frá sér, sennilega bara ekki farið í allra fínustu veislurnar 🙂 

BORÐSIÐIRSÚPURBRAUÐDISKUR

.

Auglýsing