Súpa og súpudiskur

Súpa og súpudiskur brauðdiskur hvorn brauðdiskinn á ég vinstra megin blása á matinn súpuskeið borðsiðir kurteisi mannasiðir veisla út að borða etiquette
Súpudiskur

Súpa og súpudiskur

Bitar í súpum, hvaða nafni sem þeir nefnast eiga að vera það litlir að þeir fari vel í skeiðinni, með öðrum orðum; ekki of stórir. Samt eru til undantekningar.

BORÐSIÐIRSÚPURBRAUÐDISKUR

.

Ef súpan er of heit þá er betra að bíða smá stund, frekar en blása á diskinn.

Ef brauð er borið fram með súpunni (þið munið: brauðdiskurinn vinstra megin) þá höldum við ekki á brauðinu í vinstri hendi og súpuskeiðinni í hægri og stingum upp í okkur til skiptis. Svo þykir sumum alls ekki smart að þurrka innan úr súpudiski með brauðinu.

Svo þarf nú varla að taka fram að við drekkum ekki af súpudiskinum. Við lyftum súpuskeiðinni að munni og drekkum pent frá brún skeiðarinnar eða „hellum” úr henni upp í munninn. 

Svo eru til boillion súpuskeiðar, þær eru minni en hinar hefðbundnu súpuskeiðar.

Síðan vita allir að það má auðvitað ekki sötra.

Það er ekki viðeigandi að lyfta súpudisknum frá borðinu nema þá til að halla honum. Í allra fínustu veislunum þykir æskilegt að halla disknum frá sér og setja súpuna á skeiðina með því að færa hana frá sér. Satt best að segja hef ég engan séð sem hallar disknum frá sér, sennilega bara ekki farið í allra fínustu veislurnar 🙂 

BORÐSIÐIRSÚPURBRAUÐDISKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kvennaskólinn á Blönduósi heimsóttur sextíu árum eftir útskrift

Sléttum sextíu árum frá útskrift heimsótti mamma kvennaskólann á Blönduósi. Elskuleg kona tók á móti okkur og leyfði okkur að fara um húsið. Litla herbergi mömmu, sem hún deildi með þremur stúlkum, var skoðað vandlega. Því miður var eldhúsið læst en hér er MYNDBAND sem ég tók þar í vetur.

 Salat með sesamkjúklingi

Salat með sesamkjúklingi. Í Lissabon í vor kynntumst við fjölmörgu skemmtilegu fólki sem hélt saman alla dagana sem við vorum þar. Eftir heimkomuna hittist hópurinn og snæddi saman portúgalskan mat. Stefán og Elsa komu með þetta salat, það gerist nú varla sumarlegra en þetta, fallegt á litinn og gott á bragðið.

Toblerone- og Daimterta – nammiterta allra tíma

Toblerone- og Daimterta. Nammitertur eru nammitertur, það er nú bara þannig. Ef þið eruð í megrun eða eitthvað slíkt þá getið þið bara sleppt því að lesa þessa uppskrift. Þegar mikið stendur til eins og páskar, ferming eða annað slíkt má alveg skella í eina kalóríusprengju og njóta. Þessa tertu þarf ekki að baka en gott er að kæla hana vel áður en hún er borin fram, stórfínt er að útbúa hana deginum áður.