Ávaxtakaka með pistasíum
Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni – 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.
Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka
— ÁVAXTAKÖKUR — PISTASÍUR —
.
Ávaxtakaka með pistasíum
1 1/4 b döðlur, saxaðar gróft
rifinn börkur af einni appelsínu
rifinn börkur af einni sítrónu
1/3 b gróft saxaðar fíkjur
1/2 b gróft saxaðar apríkósur
1/2 b koníak eða brandy
1 krukka rauð eða græn koktelber
175 g smjör, mjúkt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
4 egg
1/2 b jógúrt
1 dl ólífuolía
1 3/4 b hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/2 tsk múskat
1/2 tsk negull
1/2 tsk kanill
2 b saxaðar valhnetur
3/4 b pistasíur, skornar í tvennt
Setjið döðlur, appelsínu- og sítrónubörk, fíkjur, apríkósur og ólífur í skál og hellið koníakinu yfir. Látið bíða í nokkrar klst í ísskáp, eða yfir nótt.
Blandið saman í skál öllum þurrefnunum og hnetunum (hveiti, lyftiduft, salt, múskat, negull, kanill, valhnetur og pistasíur)
Þeytið vel saman smjöri og sykri, bætið við eggjunum, einu og einu. Setjið jógúrt og ólífuolíu loks saman við.
Bætið þurrefnunum saman við og hrærið varlega saman.
Bakið í tveimur formum við 175°C í um 45mín. Látið kólna í forminu. Vefjið álpappír utan um kökurnar og geymið í ísskáp.
— ÁVAXTAKÖKUR — PISTASÍUR —
.