Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum kaffimeðlæti döðlur koktelber fermingarveisla
Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni – 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka

ÁVAXTAKÖKURPISTASÍUR

.

Ávaxtakaka með pistasíum hnetur appelsínur sítrónur fíkjur apríkósur
Ávextir og hnetur í ávaxtakökuna

Ávaxtakaka með pistasíum

1 1/4 b döðlur, saxaðar gróft
rifinn börkur af einni appelsínu
rifinn börkur af einni sítrónu
1/3 b gróft saxaðar fíkjur
1/2 b gróft saxaðar apríkósur
1/2 b koníak eða brandy
1 krukka rauð eða græn koktelber
175 g smjör, mjúkt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
4 egg
1/2 b jógúrt
1 dl ólífuolía
1 3/4 b hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/2 tsk múskat
1/2 tsk negull
1/2 tsk kanill
2 b saxaðar valhnetur
3/4 b pistasíur, skornar í tvennt

Setjið döðlur, appelsínu- og sítrónubörk, fíkjur, apríkósur og ólífur í skál og hellið koníakinu yfir. Látið bíða í nokkrar klst í ísskáp, eða yfir nótt.

Blandið saman í skál öllum þurrefnunum og hnetunum (hveiti, lyftiduft, salt, múskat, negull, kanill, valhnetur og pistasíur)

Þeytið vel saman smjöri og sykri, bætið við eggjunum, einu og einu. Setjið jógúrt og ólífuolíu loks saman við.

Bætið þurrefnunum saman við og hrærið varlega saman.

Bakið í tveimur formum við 175°C í um 45mín. Látið kólna í forminu. Vefjið álpappír utan um kökurnar og geymið í ísskáp.

Ávaxtakaka með pistasíum
Ávaxtakaka með pistasíum

 Ávaxtakaka með pistasíum

ÁVAXTAKÖKURPISTASÍUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Súkkulaðihrákaka – silkimjúk og góð

Súkkulaðihrákaka. Þessi silkimjúka terta bráðnar í munni - ég get lofað ykkur því. Það er eins með þessa köku og svo margar aðrar hrátertur, ef ekki allar, hún verður betri daginn eftir.

Fyrri færsla
Næsta færsla