Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka Klementínukaka. AÐVENTA JÓLIN JÓL AÐVENTUKAKA AÐVENTUTERTA Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.
Klementínukaka. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.

 Klementínukaka. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.

Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Ekki tókst mér nú að rífa börkinn af klementínunum á rifjárninu þannig að ég tók utan af þeim og skar svo niður, eiginlega saxaði hann.

MANDARÍNURTERTURAÐVENTAJÓLIN

.

Klementínukaka

150 g smjör

3/4 b sykur

börkur af þremur klementínum, saxaður

börkur af einni lítilli sítrónu, rifinn

2 b möndlumjöl

3 egg

2 msk hveiti

1/2 tsk salt

1/2 tsk lyftiduft

Þeytið saman smjör og sykur. Bætið við berki af kelmentínum og sítrónu og loks eggjunum, einu og einu. Þá fer hveiti, salt og lyftiduft. Bakið við 160°C í um 35 mín.

Ofan á:

Safi úr þremur klementínum

safi úr hálfri sítrónu

3-4 msk sykur

Setjið allt í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Bætið við sykri ef þarf. Hellið yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum

Klementínukaka
Mandarínur
Klementínukaka
Klementínukaka

MANDARÍNURTERTURAÐVENTAJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.

Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur IMG_2133Hafrakökur DSC01428

Pekanhafrakökur - glútenlausar. Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Sjálfur vil ég ekki hafa henturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.