
Klementínukaka. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.
Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Ekki tókst mér nú að rífa börkinn af klementínunum á rifjárninu þannig að ég tók utan af þeim og skar svo niður, eiginlega saxaði hann.
— MANDARÍNUR — TERTUR — AÐVENTA — JÓLIN —
.
Klementínukaka
150 g smjör
3/4 b sykur
börkur af þremur klementínum, saxaður
börkur af einni lítilli sítrónu, rifinn
2 b möndlumjöl
3 egg
2 msk hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
Þeytið saman smjör og sykur. Bætið við berki af kelmentínum og sítrónu og loks eggjunum, einu og einu. Þá fer hveiti, salt og lyftiduft. Bakið við 160°C í um 35 mín.
Ofan á:
Safi úr þremur klementínum
safi úr hálfri sítrónu
3-4 msk sykur
Setjið allt í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Bætið við sykri ef þarf. Hellið yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum


— MANDARÍNUR — TERTUR — AÐVENTA — JÓLIN —
.