Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi Grikkland gráfíkjur geitaostur
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Bakaðar fíkjur með geitaosti
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

8-10 ferskar fíkjur

100-130 g geitaostur

1 dl pekanhnetur

1 msk minta

2 msk hunang

salt og pipar.

Skerið kross í fíkjurnar og kreistið þær neðst svo þær opnist. Setjið bita af geitaosti í sárið. Raðið í eldfast form. Stráið pekanhnetum í botninn á forminu, hellið hunanginu yfir fíkjurnar, stráið mintu yfir og aðeins af salti og pipar. Bakið við 180 í um 10 mín.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Villuterta

Villuterta. Nöfnum nokkurra mikilmenna hefur verið haldið á lofti, löngu eftir dauða þeirra, með því að nefna uppskriftir eftir þeim. Má þar nefna Sörur, svínakjötsréttur Maós formanns, Pavlovur, Melba ferskjur og Margherita pitsuna. Ef til vill höfum við einhver dæmi um þetta á Íslandi en það dæmi sem ég þekki best er að mamma nefndi ægigóða tertu eftir Vilborgu systur minni: Villuterta. Mjög góð terta sem öllum líkar vel. Til að forðast misskilning þá er Vilborg sprelllifandi

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.