Mokka- og karamellukaka

Mokka- og karamellukaka Björk jónsdóttir royalbúðingur súkkulaði karamellukrem mokkakrem karamella kaka terta
Mokka- og karamellukaka

Mokka- og karamellukaka

Eins og áður hefur komið hér fram skiptumst við á að koma með kaffimeðlæti í tíukaffinu á föstudögum – það þarf varla að taka það fram að þessar stundir eru algerlega ómissandi. Björk kom með þessa dásamlegu tertu, uppskriftin birtist í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum. Annars er Björk á barmi landsfrægðar vegna baksturssnilldar sinnar og við félagar gerum okkur far um að njóta veitinga hennar reglulega.

BJÖRK JÓNSD — FÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINNKARAMELLU…MOKKA

.

Mokka- og karamellukaka

150 g sykur

200 g smjör, mjúkt

4 egg

225 g hveiti

2 tsk lyftiduft

100 g suðusúkkulaði

Hita ofninn í 180°C, þeyta sykur og smjör saman þar til blandan er létt og kremkennd.
Eggjum bætt útí einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið hveiti og lyftidufti saman við.
Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og hrærið saman við deigið.
Smyrjið þrjú tertbotnaform (gott að haf 24 cm svo kremið verði ekki of þykkt) og skiptið
deigini í þau. Bakað í 15 mín. Látið kólan vel á grind.

Karamellukrem:

100 g smjör, mjúkt

100 g flórsykur

3 msk Royal-karamellubúðingsduft

heitt vatn

þeytið smjör, flórsykur og búðingsduft mjög vel saman. Bætið heitu vatni smám saman út í
þar til kremið er orðið hæfilega þykkt og samfellt.

Mokkakrem:

100 g smjör, mjúkt

100 g flórsykur

1 msk skyndikaffi

heitt vatn

Smjör, flórsykur og skyndikaffi þeytt vel saman, heitu vatni bætt smám saman útí þar til
kremið er orðið hæfilega þykkt og samfellt

Súkkulaðibráð:

150 g dökkt súkkulaði 56%

3 msk rjómi

Hitið súkkulaði og rjóman saman þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg og blandan samfelld og glansandi.

Samsetning:
Karamellukremið fer ofaná fyrsta botninn, leggið annan kökubotninn yfir og jafnið mokkakreminu ofan á. Setjið loks
þriðja botninn ofaná og hellið súkkulaðibráðinni þar ofaná. Gott að skreyta með berjum og bragðast kakan sérstaklega vel með
léttþeyttum rjóma.

BJÖRK JÓNSD — FÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINNKARAMELLU…MOKKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla