Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt salat, rauðrófu- og eplasalat, rauðrófur, rauðbeður rauðbeðusalat epli, jólamatur brimnes hulda steinsdóttir hátíðarsalat hátíðlegt salat JÓLASALAT SALLAT
Rauðrófu- og eplasalat

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi

Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.

 JÓLAMATURSALÖT — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI — RAUÐRÓFUR

.

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi

2 rauð epli

2 b saxaðar niðursoðnar rauðrófur (alls ekki of fínt saxaðar)

2 dl rjómi

1 dl mæjónes

Afhýðið epli og skerið í bita. Stífþeytið rjómann og bætið mæjónesi, rauðrófum og eplum saman við. Látið bíða í ísskáp í nokkrar klst.

jólasalat
rauðrófu- og eplasalat
Jólaeplin eru kjörin í salatið

 JÓLAMATURSALÖT — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI — RAUÐRÓFUR

— JÓLALEGT EPLA- OG RAUÐRÓFUSALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaeggjasmakkið mikla

Páskaeggjasmakkið mikla. Hingað barst stór kassi af páskaeggjum, í framhaldi auglýsti ég eftir súkkulaðiunnendum á fasbókinni til þess að gæða sér á eggjunum og gefa álit sitt . Ég hefði ekki getað ímyndað mér að það væri svona gaman að smakka páskaegg og skeggræða um þau frá ýmsum sjónarhornum. Allir áttu ljúfar minningar tengdar páskaeggjum og margar sögur flugu um stofuna. Einn hafði útbúið ratleik í bundnu máli fyrir fjölskylduna og annar smakkari lærði af mági sínum að dreypa á rauðvíni með páskaeggjunum. Við tókum smökkunina afar alvarlega þrátt fyrir glensið og gleðina, fórum þá leið að allir smökkuðu, skrifuðu niður áhrif og upplifun, bragðgæði voru metin, innihald og útlit. Rætt var um hvert egg í þaula og að því loknu gaf hver og einn stig frá einu upp í tíu.

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum. Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

Avaxtakaka prestfruarinnar

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar. Steinvör bakaði eftir uppskrift mömmu sinnar (og ömmu). Kakan minnti mig bæði á barnaafmælin á Kolfreyjustað og ekki síður á kaffisamsætin að loknum messum. Messukaffin þóttu mér dásamlegar samkundur (en ekki hvað, með öllu kaffimeðlætinu...) og á frá þeim sælar minningar.