Auglýsing

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi royal búðingur kókosmjöl marengs eggjahvítur súkkulaði

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir – sérstaklega þessi með karamellubragði – og borðaði þá af mikilli áfergju.

Auglýsing

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

6 eggjahvítur

1 b sykur

2 1/2 b kókosmjöl

1/2 tsk salt

1 tsk edik

150 g dökkt súkkulaði, brytjað

Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið við kókosmjöli, salti ediki og súkkulaði. Leggið tertuformsbotn á bökunarpappír og teiknið þrjá hringi. Setjið eggjahvítuna á hringina og bakið við 130°C í um 35 mín.

Á milli – neðra lag

1/2 l rjómi

1 ds. niðursoðin jarðarber

fersk jarðarber

stífþeytið rjómann og takið frá ca 3 msk í hitt kremið. Bætið jarðarberjunum við.

Á milli – efra lag

1 pk. Royal karamellubúðingur

2 1/2 dl mjólk

3 msk þeyttur rjómi

karamelludropar

Þeytið saman mjólk og Royalbúðing. Bætið við þeyttum rjóma og karamelludropum

Kakan sett saman

Setjið botn á tertudisk, smyrjið jarðarberjarjómanum þar á og næsta botni ofan á. Látið Royalbúðingskremið þar á og síðasta botninn. Skreytið með ferskum jarðarberjum og kókosflögum.

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi