Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.

Litaðan sykur má útbúa deginum áður með því að setja eina tsk. af sykri í litlar skálar (fer eftir fjölda lita) og bæta við einum til tveimur dropum af matarlit saman við og hræra vel saman. Þetta er síðan látið standa og þorna yfir nótt. Til að setja sykurinn á brúnirnar á glösunum er ágætt að nudda sítrónu á barminn og hvolfa síðan glösunum ofan í sykurinn.

Freyðivínshlaup

1 flaska Jacob´s Greek freyðivín (við stofuhita)

7 matarlímsblöð

1/2 b sykur

Litaður sykur til skrauts

Setjið 1 1/2 b af freyðivíni í glerskál og bætið sykri við. Bleytið matarlímið í köldu vatni, setjið í skálina og bræðið í vatnsbaði. Hellið restinni af freyðivíninu í skál og blandið matarlímsblöndunni saman við, hrærið vel saman og hellið í staup eða fallegar skálar. Geymið í ísskáp.

jacobs-creek-sparkling-rose

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti. Vigdísi Másdóttur kynntist ég fyrst þegar hún var í Leiklistardeild Listaháskólans, síðar lágu leiðir okkar saman þegar hún kom og til starfa í sömu deild. Frá fyrsta degi höfum við talað mikið um mat, mjög mikið.

Jarðarberjaterta

Jardarberja terta

Jarðarberjaterta. Hef áður nefnt hér eftirminnilegar tertuhefðir í banræsku minni. Á nýársdag, eins langt og elstu menn muna, hefur verið jarðarberjaterta á boðstólnum á Brimnesi - dásamlega góð :) Það er svo ágætt að hafa í huga að botnana má baka tímanlega og frysta, þeir breytast ekkert við það.