Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma íslenskt lambakjöt Hægeldaður, lambahryggur, slow cook hryggur
Hægeldaður lambahryggur

Hægeldaður lambahryggur

Jólamaturinn í ár var hægeldaður lambahryggur, safaríkur með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðrófu- og eplasalati, rauðkáli og sveppasósu.

LAMBAHRYGGURSULTALAMBAKJÖTSYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR

.

Lambahryggur
Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.

Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.

Með hryggnum var drukkið Campo Viejo Gran Reserva spánskt rauðvín

Það má vel mæla með þessari steikingaraðferð

UPPFÆRT: Síðast þegar ég eldaði hrygginn smurði ég hann með þunnu lagi af Dijon sinnepi, kryddaði með timían, rósmarín, salti og pipar og var með hann í 5 1/2 klst í ofninum á 40°C Síðustu mínúturnar hækkaði ég hitann í 200° í rúmar tíu mín eða þangað til skorpan var orðin falleg. Ennþá betri hryggur en hinn fyrri 🙂

Sykurbrúnaðar kartöflur, brúnaðar
Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

.

Páll, Albert, Bergþór
Páll, Albert og Bergþór

 

.

— HÆGELDAÐUR LAMBAHRYGGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave