13 matartegundir sem gleðja verulega. Hver kannast ekki við að súkkulaði og jarðarber geri okkur ánægð? Veit nú ekki hvort þetta er vísindaleg úttekt á þrettán matartegundum sem gera okkur glaðari. Er ekki best að hver dæmi fyrir sig.
Bolludagsbollur - Vatnsdeigsbollur Nýja matreiðslubókin kom út árið 1954 og var til á fjölmörgum heimilum hér á landi. Í bókinni, sem er eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sólveigu Benediktsdóttur, eru þrjár bolludagsuppskriftir. Í lesendabréfi sem birtist í Morgunblaðinu sama ár og bókin kom út stendur m.a.: Eg vil svo benda á, að þessi matreiðslubók er einhver sú hagnýtasta og fjölbreyttasta, sem samin hefur veirð á íslenzku, þar sem finna má leiðbeiningar um matargerð, sem eiga við, hvar sem við búum á landinu. Á Nýja matreiðslubókin því erindi til allra þeirra Íslendinga, sem við matargerð fást. Enginn húsbóndi mun sjá eftir að stuðla að því, að þessi bók verði til á heimili hans.