Hrísgrjónagrautur á laugardegi – skotheld aðferð til að gera grautinn silkimjúkan

Hrísgrjónagrautur, laugardagur, grautur, vellingur, hrísgrjón, grautargrjón grjónagrautur vilborg eiríksdóttir einar anna valdís steinunn júlíusdóttir laufey birna árdís hulda eiríksdóttir bergþór guðmundur örn sólveig eiríksdóttir íris eva einarsdóttir
Fjölskyldan í hrísgrjónagraut í hádeginu á laugardegi

Hrísgrjónagrautur

Öll búskaparár foreldra minna hefur hrísgrjónagrautur verið á borðum í hádeginu á laugardögum. Við systkinin reynum hvað við getum að viðhalda þessum sið og skiptumst á að elda grautinn og bjóða heim og í dag var komið að mér.

Aðferðirnar við að elda góðan graut eru eflaust margar og engin ein rétt(ust). Aðferð mína má rekja til Þýskalands. Hún er sú að setja grjónin í pott ásamt mjólk, sykri og salti. Suðan er látin koma upp á lágum hita á 45-60 mín. Þá er slökkt undir, pottinn einangraður vel með handklæðum eða öðru og hann látinn standa þannig í a.m.k. þrjár klst.(moðsuða). Rétt áður en grauturinn er borinn á borð er hrært í.  Grjónin voru sett í pottinn klukkan átta í morgun. Það er engin hætta á að grauturinn brenni við, það þarf ekki að standa yfir honum og hræra stöðugt í. Og síðast en ekki síst, þarf mun minna af grjónum – aðeins einn dl á móti lítra af mjólk.  Sumir sjóða grjónin fyrst í vatni og bæta eftir það mjólkinni saman við, en vatns/mjólkurgrautur er ekki alveg nógu spennandi.

Ég hvet ykkur til að prófa þessa aðferð næst þegar þið eldið hrísgrjónagraut.

— HRÍSGRJÓNAGRAUTURGRAUTARÞÝSKALAND

🇮🇸Hrisgrjonagrautur

Hrísgrjónagrautur

1 l mjólk

1 dl. grautahrísgrjón

1 msk sykur

1 tsk salt

Setjið allt í sæmilega stóran pott. Látið suðuna koma upp á mjög lágum hita (á 45-60 mín), hrærið við og við í á meðan. Slökkvið undir pottinum þegar suðan er komin upp, einangrið pottinn vel t.d. með handklæðum og látið standa þannig í amk þrjár klst.

Eftir þrjár klst er grauturinn tilbúinn, silkimjúkur og fínn.

Hrísgrjónagrautur
Silkimjúkur hrísgrjónagrautur

.

— HRÍSGRJÓNAGRAUTURGRAUTARÞÝSKALAND

— HRÍSGRJÓNAGRAUTUR Á LAUGARDEGI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.