Hrísgrjónagrautur á laugardegi – skotheld aðferð til að gera grautinn silkimjúkan

Hrísgrjónagrautur, laugardagur, grautur, vellingur, hrísgrjón, grautargrjón grjónagrautur vilborg eiríksdóttir einar anna valdís steinunn júlíusdóttir laufey birna árdís hulda eiríksdóttir bergþór guðmundur örn sólveig eiríksdóttir íris eva einarsdóttir
Fjölskyldan í hrísgrjónagraut í hádeginu á laugardegi

Hrísgrjónagrautur

Öll búskaparár foreldra minna hefur hrísgrjónagrautur verið á borðum í hádeginu á laugardögum. Við systkinin reynum hvað við getum að viðhalda þessum sið og skiptumst á að elda grautinn og bjóða heim og í dag var komið að mér.

Aðferðirnar við að elda góðan graut eru eflaust margar og engin ein rétt(ust). Aðferð mína má rekja til Þýskalands. Hún er sú að setja grjónin í pott ásamt mjólk, sykri og salti. Suðan er látin koma upp á lágum hita á 45-60 mín. Þá er slökkt undir, pottinn einangraður vel með handklæðum eða öðru og hann látinn standa þannig í a.m.k. þrjár klst.(moðsuða). Rétt áður en grauturinn er borinn á borð er hrært í.  Grjónin voru sett í pottinn klukkan átta í morgun. Það er engin hætta á að grauturinn brenni við, það þarf ekki að standa yfir honum og hræra stöðugt í. Og síðast en ekki síst, þarf mun minna af grjónum – aðeins einn dl á móti lítra af mjólk.  Sumir sjóða grjónin fyrst í vatni og bæta eftir það mjólkinni saman við, en vatns/mjólkurgrautur er ekki alveg nógu spennandi.

Ég hvet ykkur til að prófa þessa aðferð næst þegar þið eldið hrísgrjónagraut.

— HRÍSGRJÓNAGRAUTURGRAUTARÞÝSKALAND

🇮🇸Hrisgrjonagrautur

Hrísgrjónagrautur

1 l mjólk

1 dl. grautahrísgrjón

1 msk sykur

1 tsk salt

Setjið allt í sæmilega stóran pott. Látið suðuna koma upp á mjög lágum hita (á 45-60 mín), hrærið við og við í á meðan. Slökkvið undir pottinum þegar suðan er komin upp, einangrið pottinn vel t.d. með handklæðum og látið standa þannig í amk þrjár klst.

Eftir þrjár klst er grauturinn tilbúinn, silkimjúkur og fínn.

Hrísgrjónagrautur
Silkimjúkur hrísgrjónagrautur

.

— HRÍSGRJÓNAGRAUTURGRAUTARÞÝSKALAND

— HRÍSGRJÓNAGRAUTUR Á LAUGARDEGI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.