Spænsk eplaterta

eplaterta eplakaka epli möndlur kaffimeðlæti tertur spánn spænskur matur Spænsk eplaterta spánn
Spænsk eplaterta

Spænsk eplaterta

Það er einhver dásamleg óútskýrð sæla sem fylgir góðum eplatertum. Svo fer sérrýbragðið vel með eplum og möndlum.

— SPÁNNEPLATERTUR

Spænsk eplaterta

250 g hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

85 g sykur

1/3 tsk salt

1 sítróna (safi og börkur)

2 egg

1 1/2 dl ólífuolía

3 msk sérrý

3 græn epli

1 dl möndluflögur

Hrærið saman þurrefnunum + sítrónuberkinum. Bætið við olíu, eggjum og sítrónusafa.
Skerið eplin í bita (ca eins og sykurmolar að stærð) og hrærið saman við.
Setjið form og stráið möndlum yfir.
Bakið við 180° í 40-45 mín.

.

— SPÁNNEPLATERTUR

— SPÆNSK EPLAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.