Lukkuleg Límónukaka
Þegar við heimsóttum Lukku á Happi á dögunum fengum við ægigóða Límónuköku – meira að segja fór ég daginn eftir til að borða meira af henni. Satt best að segja bráðnaði hrákakan í munni og sælustraumar fóru um líkamann. Eins og við var að búast tók Lukka ljúflega í að deila uppskriftinni.
- ath að uppskriftin er frekar stór og passar í tvö tertuform. Síðast þegar ég geri þessa undurgóðu tertu minnkaði ég hráefnin um helming og útbjó eina tertu.
.
Lukkuleg Límónukaka
Botn:
340 g döðlur
170 g kókosmjöl
170 g möndlur
170 g pistasíukjarnar
1/2 tsk kanill
1/4 tsk sjávarsalt
Maukið í matvinnsluvél og setjið í tertuform.
Fylling:
550 g kasjúhnetur settar í vatn yfir nótt
85 g kókosolía
250 g kókosrjómi
250 g kókosmjöl
safi úr tveimur límónum
börkur rifin af einni sítrónu
1 tsk vanilla
85g maple sýróp
Sigtið vatnið frá hnetunum(hann má nota í bústið). Setjið allt í matvinnsluvél, maukið vel og setjið yfir botninn. Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
–
–