Litla herramennskukverið

Litla herramennskukverið Kristinn Árni Hróbjartsson kurteisi borðsiðir mannasiðir herramaður herramenn fyrirmynd
Litla herramennskukverið eftir Kristinn Árna Hróbjartsson

Litla herramennskukverið kom út árið 2011. Höfundinum Kristni Árna Hróbjartssyni tekst afar vel að koma í orð fjölmörgu sem vel gagnast herramönnum á öllum aldri.

Herramaðurinn reynir með allir framkomu sinni og fasi að sýna því fólki sem hann umgengst og á í samskiptum við virðingu og kurteisi. Hann veit að það hjálpar honum, og að öðru fólki líður betur ef því er sýnd virðing. Hér á eftir fylgja nokkur atriði sem herramaðurinn hefur á hreinu.

Tímaskyn

Margir hafa vanið sig á þann hvimleiða ósið að vera seinir eða láta bíða eftir sér. Vendu þig á stundvísi þegar þú mælir þér mót við einhvern. Sömuleiðis ættir þú ekki að láta annað fólk bíða lengi eftir þér. Sýndu þeim að þeirra tími sé jafn mikilvægur og þinn með því að virða settar tímasetningar og standa við tímamörk. Það er fátt leiðinlegra en maður sem er alltaf seinn, ekki vera sá maður.

Sýndu gott siðferði

Ekki haga þér eins og fíll í margmenni. Kynþáttahatur, rembubrandarar, niðrandi tal um aðra og dónaskapur kemur yfirleitt verst út fyrir þann sem talar. Þröngsýni og vanþekking einkenna þá sem tala og hugsa með þeim hætti að þeir eiginleikar eru herramanninum ekki boðlegir.

Ekki hlæja að mistökum annarra

Fátt er jafn leiðinlegt og að gera mistök fyrir framan fólk sem bregst við með hlátri eða háði. Reyndu að sýna fólki tillitssemi og skilning þegar þeim mistekst því þá eru meiri líkur á að þau reyni aftur og takist þá í næstu tilraun.

Talaðu fallega

Reyndu að komast hjá því að nota blótsyrði eða önnur óviðeigandi orð í daglegu máli. Það eru til miklu betri orð til að lýsa mikilfengleika einhvers en „fokkings” eða „geðveikt”, enda er íslenskan auðugt mál. Blótsyrði eru ekki einungis dónaleg og ófáguð heldur gefa þau til kynna að þú ráðir ekki yfir nægum orðaforða til að geta tjáð þig almennilega.

Ekki skyrpa

Fátt er jafn óaðlaðandi og fólk sem skyrpir á almannafæri. Það er subbulegt og hvimleitt og fólki finnst það fráhrindandi. Sum lönd banna það að hrækja á almannafæri með lögum – hagaði þér alltaf eins og þú sért í einu af þeim löndum.

Ekki missa stjórn á þér

Það er mannlegt að verða reiður eða sár en algjörlega óþarfi að missa stjórn á skapi sínu. Ef þú sýnir að þú hafir ekki stjórn á eigin tilfinningum, hvernig á fólk að geta treyst þér til að stjórna einhverju öðru? Sýndu þroska, því yfirvegun er eitthvað sem fólk tekur eftir.

Ekki láta aðra sjá þig líta á úrið

Með því að líta á úrið þitt gefur þú til kinna að þér leiðist svo mikið að þér sért að leita þér að afsökun til að yfirgefa samkvæmið. Ekki gera það í hóp, sérstaklega ekki ef þú ert í miðjum samræðum. Ef þú ert tímabundinn, líttu þá á úrið án þess að aðrir sjái og afsakaðu þig áður en þú ferð.

Sýndu þakklæti

Að sýna öðru fólki þakklæti er líklega eitt það mikilvægasta sem þú gerir og greið leið að góðri þjónustu eða hjálp annarra. Flestir eru reiðubúnir að aðsoða aðra og þá skiptir miklu að þú sem þiggur hjálpina þakkir fyrir þig, því enginn hefur áhuga á að hjálpa vanþakklátu fólki. Það sama á við um fólk í afgreiðslu- og þjónustustörfum. Þau gera allt sem þau geta til að aðstoða þig, en hætta yfirleitt að nenna því sé þeim ekki sýnt þakklæti.

Litla Herramennskukverið
Litla herramennskukverið eftir Kristinn Árna Hróbjartsson

.

HERRAMENNKURTEISI

LITLA HERRAMENNSKUKVERIÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.