Lukkuleg Límónukaka

LUKKA PÁLSDÓTTIR lukka á happi hráterta Lukkuleg Límónukaka lukka happ Guðrún hrákaka lime terta raw food hráterta kaka
Lukkuleg Límónukaka

Lukkuleg Límónukaka

Þegar við heimsóttum Lukku á Happi á dögunum fengum við ægigóða Límónuköku – meira að segja fór ég daginn eftir til að borða meira af henni. Satt best að segja bráðnaði hrákakan í munni og sælustraumar fóru um líkamann. Eins og við var að búast tók Lukka ljúflega í að deila uppskriftinni.

  • ath að uppskriftin er frekar stór og passar í tvö tertuform. Síðast þegar ég geri þessa undurgóðu tertu minnkaði ég hráefnin um helming og útbjó eina tertu.

 HRÁTERTUR — LUKKA

.

Lukkuleg Límónukaka

Botn:
340 g döðlur
170 g kókosmjöl
170 g möndlur
170 g pistasíukjarnar
1/2 tsk kanill
1/4 tsk sjávarsalt

Maukið í matvinnsluvél og setjið í tertuform.

Fylling:
550 g kasjúhnetur settar í vatn yfir nótt
85 g kókosolía
250 g kókosrjómi
250 g kókosmjöl
safi úr tveimur límónum
börkur rifin af einni sítrónu
1 tsk vanilla
85g maple sýróp

Sigtið vatnið frá hnetunum(hann má nota í bústið). Setjið allt í matvinnsluvél, maukið vel og setjið yfir botninn. Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

FLEIRI HRÁTERTUR

Lukkuleg Límónukaka
Lukkuleg Límónukaka
Lukka Albert Happ
Albert og Lukka á Happi

 HRÁTERTUR — LUKKA

— LUKKULEG LÍMÓNUTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.