Lukkuleg Límónukaka

LUKKA PÁLSDÓTTIR lukka á happi hráterta Lukkuleg Límónukaka lukka happ Guðrún hrákaka lime terta raw food hráterta kaka
Lukkuleg Límónukaka

Lukkuleg Límónukaka

Þegar við heimsóttum Lukku á Happi á dögunum fengum við ægigóða Límónuköku – meira að segja fór ég daginn eftir til að borða meira af henni. Satt best að segja bráðnaði hrákakan í munni og sælustraumar fóru um líkamann. Eins og við var að búast tók Lukka ljúflega í að deila uppskriftinni.

  • ath að uppskriftin er frekar stór og passar í tvö tertuform. Síðast þegar ég geri þessa undurgóðu tertu minnkaði ég hráefnin um helming og útbjó eina tertu.

 HRÁTERTUR — LUKKA

.

Lukkuleg Límónukaka

Botn:
340 g döðlur
170 g kókosmjöl
170 g möndlur
170 g pistasíukjarnar
1/2 tsk kanill
1/4 tsk sjávarsalt

Maukið í matvinnsluvél og setjið í tertuform.

Fylling:
550 g kasjúhnetur settar í vatn yfir nótt
85 g kókosolía
250 g kókosrjómi
250 g kókosmjöl
safi úr tveimur límónum
börkur rifin af einni sítrónu
1 tsk vanilla
85g maple sýróp

Sigtið vatnið frá hnetunum(hann má nota í bústið). Setjið allt í matvinnsluvél, maukið vel og setjið yfir botninn. Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

FLEIRI HRÁTERTUR

Lukkuleg Límónukaka
Lukkuleg Límónukaka
Lukka Albert Happ
Albert og Lukka á Happi

 HRÁTERTUR — LUKKA

— LUKKULEG LÍMÓNUTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.