Sænskar semlor

semlur Sænskar semlor svíþjóð bollur bolludagur rjómabollur bolludagsbollur sænskur matur
Sænskar semlor

Sænskar semlor

Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

SVÍÞJÓÐBOLLUDAGURBOLLUR

.

Sænskar semlor

75 g smjör
2½ dl mjólk
½ pk þurrger
örlítið salt
½ dl sykur
7½ dl hveiti
1 tsk. kardimommur
1 dl egg til að pensla með

Fylling:

220 g marsípan, við stofuhita
1 dl mjólk
möndludropar
3 dl rjómi
mjólk
þeyttur rjómi
flórsykur til að strá ofan á

Bollurnar:  Smjörið er brætt og mjólkinni bætt saman við, blandan á að vera um 37°C. Gerið er sett út í og leyst upp, síðan er salti, sykri, kardimommum og hveiti bætt saman við. Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað undir þurrkustykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð – í 30-60 mínútur. Leggið bökunarpappír á ofnplötu, mótið bollur og raðið þar á; deigið dugar í ca 18 bollur. Látið bollurnar lyfta sér í um hálftíma á hlýjum stað með röku stykki yfir.
Penslið bollurnar með pískuðu eggi og bakið í 10–15 mínútur við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn.

Skerið gat á topp bollanna, eftir að þær hafa kólnað, og holið aðeins að innan. Hrærið saman marsípan og mjólk og setjið inn í bollurnar. Þeytið rjóma og setjið ofan á marsípanið, setjið lokið á og stráið flórsykri yfir.

.

SVÍÞJÓÐBOLLUDAGURBOLLUR

— SÆNSKAR SEMLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.