Sænskar semlor

semlur Sænskar semlor svíþjóð bollur bolludagur rjómabollur bolludagsbollur sænskur matur
Sænskar semlor

Sænskar semlor

Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

SVÍÞJÓÐBOLLUDAGURBOLLUR

.

Sænskar semlor

75 g smjör
2½ dl mjólk
½ pk þurrger
örlítið salt
½ dl sykur
7½ dl hveiti
1 tsk. kardimommur
1 dl egg til að pensla með

Fylling:

220 g marsípan, við stofuhita
1 dl mjólk
möndludropar
3 dl rjómi
mjólk
þeyttur rjómi
flórsykur til að strá ofan á

Bollurnar:  Smjörið er brætt og mjólkinni bætt saman við, blandan á að vera um 37°C. Gerið er sett út í og leyst upp, síðan er salti, sykri, kardimommum og hveiti bætt saman við. Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað undir þurrkustykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð – í 30-60 mínútur. Leggið bökunarpappír á ofnplötu, mótið bollur og raðið þar á; deigið dugar í ca 18 bollur. Látið bollurnar lyfta sér í um hálftíma á hlýjum stað með röku stykki yfir.
Penslið bollurnar með pískuðu eggi og bakið í 10–15 mínútur við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn.

Skerið gat á topp bollanna, eftir að þær hafa kólnað, og holið aðeins að innan. Hrærið saman marsípan og mjólk og setjið inn í bollurnar. Þeytið rjóma og setjið ofan á marsípanið, setjið lokið á og stráið flórsykri yfir.

.

SVÍÞJÓÐBOLLUDAGURBOLLUR

— SÆNSKAR SEMLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Húsnúmera-, dyrabjöllu- og póstkassamerkingar

Húsnúmera-, dyrabjöllu- og póstkassamerkingar. Hafandi borið út Morgunblaðið í fjölmörg ár opnuðust augu mín fyrir mikilvægi þess að merkja bæði hús vel með númeri og ekki síður póstkassa/bréfalúgur með nöfnum íbúanna. Víða var (og kannski er) pottur brotinn og fólkið sem ber út póst, blöð og annað finnur víst ekki á sér þegar einhver flytur út eða inn.

Salat að hætti Júlla Júll

Júlli júll

Salat að hætti Júlla Júll. Dalvíkurkonungurinn Júlíus Júlíusson er snilldarkokkur. Júlli lætur verkin tala - það malast undan honum verkefnin og helst ætti að vera til Júlli í öllum bæjum á Íslandi....